Vorspá á pálmasunnudag 1882 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorspá á pálmasunnudag 1882

Fyrsta ljóðlína:Harðnar í dalnum, herðir að hvalnum, hafísinn veldur
bls.109–118
Bragarháttur:Leonískt hexametur
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Harðnar í dalnum, herðir að hvalnum, hafísinn veldur,
neyðar á falnum og násigðar alnum norðjötun heldur,
lækkar í malnum mörgum hjá halnum, meinið sem geldur,
emjar í valnum af illviðra svalnum ásauður feldur.
2.
Atburðir kynja öld yfir dynja, ýmsir neyð klaga,
haf þekur brynja, hreggbyljir dynja hásumardaga;
farsjúkir stynja, foringjar synja um frið heilsu laga,
búhjarðir hrynja, bágt er að skynja batni meir saga.
3.
Þessara daga sorgleg er saga, sjúkir menn falla;
fésólgnir draga í fjársoltinn maga frjáls launin valla;
þorir ei klaga þjóðin hugraga þvílíka kalla;
valdstjórnar aga vantar, sem laga vildi þann galla.
4.
Læknar, sem reyna lífið að treina langþjáðra bragna,
með sanni þá meina sökum af hreina, ef sjúkdóm ei magna,
við þá er kveina varúð ei leyna, vellíðan fagna,
með tilraun hvert eina tilfellið hreina tekst oft að gagna.
5.
En hinir sem lafa í lyfsölu klafa og launheimtur ginna,
dygð sína grafa i dáðleysis safa, drótt ei um sinna,
það sýnist án tafa sanngjörnust krafa, sem allir finna,
þeir ættu að hafa ábyrgð án vafa athafna sinna.
6.
Vel mætti skarta vildi þjóð kvarta og við ekki tefði,
réttvisin bjarta réttar mótparta, til rannsókna krefði,
hrekkvísi svarta í hegningar arta harðfjötur vefði,
og löggjafa Sparta Líkurgí hjarta landsstjórnin hefði.