Jón Pálmason | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Pálmason

Fyrsta ljóðlína:Svifinn er yfir Svínadal
bls.31
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1886

Skýringar

Undir titli stendur: „í Stóradal“
Jón Pálmason lést 9. okt 1886 (Gardur.is)
1.
Svifinn er yfir Svínadal
saknaðar dimmur hryggðar-mökkur,
þar er dökkmóðu dauða-rökkur,
mætt er það látið mannaval,
ríkulegt sem að rækti bú,
röskur höldur að dáðum kunnur
í þar er skarð fyrir skildi nú,
skatna það vottar flestra munnur.
2.
Þjóðar mein er og þungbært tjón,
þarfur er hniginn merkishöldur,
heimilisstoð og hlífðarskjöldur,
óskmögur Pálma ítur Jón,
Stóradal byggði starfsamur,
stjórnaði öllu vel í haginn,
mannvitsdrjúgur og menntaður,
mjög vel notaði lífs hvern daginn.
3.
Ég veit að allir játa það,
Jón hafi verið byggðar sómi,
héraðsstyrkur og hölda blómi,
góðfrægur rækti gott sér hvað,
uppbygði stað og yrkti tún,
einn af þeim bestu Húnvetningum;
minningar hans ei máist rún
meðan öld hreyfir ræðu á þingum.
4.
Sveitar- og bústjórn sinnti vel,
sáttgjarn, friðsamur, góðhjartaður,
háttprúður, tryggur, hreinlundaður,
líka hans færri af lýðum tel,
þjóðmálum kunnur þingum á
þorði hagsælda fylgja drætti,
forsjáll það virti og fyrir sá,
farsæld lands vors er efla mætti.
5.
Fyrirmynd bænda fögur var,
að forvígisstörfum sveitar gætti,
efldi framfarir eftir mætti,
velsæmi fyrir virðing bar,
bágstöddum veita bjargir réð,
börn við og konu rækti skyldur,
hvervetna sýndi hógvært geð,
hjúum og grönnum trúr og mildur.
6.
Angurblíð syrgir ekkjan þar,
ung sem var gefin snildar-höldi,
líður og að hennar lífs að kvöldi,
þá fagur upprennur fagnaðar
sambúðar-dagur, sem ei þrýtur,
samvistar eiginmanns þá nýtur,
þar sem hann sjúkdómsfjötrum frá
frelsaður lifir himnum á.
7.
Kveðja þig vinir, heimilið,
héraðsrekkar og aldinn bróðir,
voruð samlyndir vinir góðir,
hagsældir stunda, fremd og frið;
í mínu hjarta el þann grun,
arfar að fylgi þínum sporum,
lofsæl þín minning lengi mun
lifa heiðruð í brjóstum vorum.
8.
Þó að hinn bitri dauðans dör
ævi-þráð skeri ástvinanna
elskunnar framhald má ei banna,
hennar uppyngist afl og fjör;
hún í unaðsreit eilífðar
indæla blómgun náir hljóta,
elskandi vinir aftur þar
æðstu sambúðar fá að njóta.