Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Einlífi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einlífi

Fyrsta ljóðlína:Þreyi ég lengi að Lofnar mey engi vill ljá mér sinn huga
Bragarháttur:Leonískt hexametur
Viðm.ártal:≈ 1825
1.
Þreyi ég lengi að Lofnar mey engi vill ljá mér sinn huga;
eyðist mér gengi og ununar fengi, því ekkert vill duga;
forgefins strengi’ ég fiðlunnar dengi, mitt fálæti’ að buga.
Svo forðum mengi Miðgarðs á vengi mókti þrjá tuga.
2.
Menn þegar ganga um leiðina langa frá landnorðurs slóðum,
mig fer að langa að mætti ég fanga miða frá fljóðum;
hryggðin þá stranga mig hart slær á vanga, er höldum frá góðum
tómhentur spranga má, kots líkur kranga, með kinnum skammrjóðum.