Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Enginn dregur þó ætli sér o.s.frv. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enginn dregur þó ætli sér o.s.frv.

Fyrsta ljóðlína:Guð af mestri mildi
bls.159
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcOc
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Guð af mestri mildi
>manna greiddi hag
vel hann öllum vildi
>veita nótt sem dag.
Ei hann geðjast öllum þó;
>af því draga enginn kann
annars fisk úr sjó.
2.
Mergð af fiskum fyllti
>foldar vötn og lá;
lék sér laxinn gyllti
>lagar miðum á.
Guð ei öllum geðjast þó;
>af því draga enginn kann
annars fisk úr sjó.
3.
Maður á lýsu láði
>lítinn ufsa fékk;
annar öngvu náði;
>að honum fast það gett;
hankaði vað og heim sig bjó;
>„Enginn dregur,“ aumur kvað,
„annars fisk úr sjó“.
4.
Ríka blessun bjóða
>bæði vötn og lá;
margir minning góða
>mega þar af fá.
Guð ei öllum geðjast þó;
>af því draga enginn kann
annars fisk úr sjó.