Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gengin, ekki gleymd | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gengin, ekki gleymd

Fyrsta ljóðlína:Bak við: fjöllin, furðursjón!
bls.245
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:5. feb. 1890

Skýringar

Undir titli stendur: „Sveinn Björnsson ritaði höf. bréf um missi þriggja barna þeirra hjáona á einum mánuði.“
Bakvið: fjöllin, furðusjón!
Fram undan: hinn óþrotlegi
vestursær –. Af sumardegi
allt er sveipað, sær og frón.
Uppi: sólin heið og hlý,
hýr og blómguð jörðin niðri.
Þó er skuggi á skuggsjá miðri!
Vinatárin valda því.

Hann er þar sem þú og hún
grófuð auðlegtð æfi vona,
yðar líkin dætra og sona,
undir grafarbakkans brún. –
Aleinn huggar sjálfan sig
sá einn er svo mikið grætur,
hverjar hefi eg harma bætur?
Samhrygð mína – sjálfan mig.