SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Rebekka við brunninnFyrsta ljóðlína:Komið var að kveldi dags
Höfundur:Valdimar Briem
Heimild:Valdimar Briem: Biblíuljóð. bls.245–248
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1885-1890
1. Komið var að kveldi dags,kyrrt og hlýtt var loptið fríða; skein á öllu aftanblíða; síst var langt til sólarlags. Enn þá lýsti hrein og hlý himinfögur aftansunna, geislum sló á gullna brunna Mesópotamíu í.
2. Þetta sama kyrra kvöldkom þar ferðamaður þreyttur, langt að kominn, lúinn, sveittur; þar hann reisti því sín tjöld. Úlföldum hann áði þar utanborgar rétt hjá Karan; þjakaður og þyrstur var hann og hans tíu úlfaldar.
3. Eleasar áði þar,Abrahams hann þjónn var dyggur, lengi reyndur, trúr og tryggur, af hans þjónum öllum bar; hniginn mjög á efri ár, ern og hraustur karl þó var hann; elli sína allvel bar hann, og með sóma silfurhár.
4. Hann var sendur Hebron frá,handa Ísak velja brúði; honum best hans herra trúði, vandaför að fara þá. Þangað kominn þá hann var, því á meðal Tara niðja helst hann átti brúðar biðja, Abrahams af ættkvísl þar.
5. Mælti hann við sjálfan sig:„Sjá, nú stend ég hjer við brunninn. Enn er sólin ekki runnin, geislar hennar gleðja mig. Eins og þessa aftanstund unaðsfagrir geislar skína, láttu, guð minn, geisla þína gleðja þinna þjóna lund.“
6. „Bráðum koma brunna tilbæjarmanna fagrar dætur, heiðarlegar heimasætur; eina segja við ég vil: „Gef að drekka, góða mær, gömlum þreyttum ferðamanni“. Og ef aftur svarar svanni, eins og lindin ljúf og tær:“
7. „„Þreyttur ertu, það ég skil,þú mátt drekka sem þig lystir; úlfaldarnir eru þyrstir, þeim ég líka vatna vil“. Ó, minn drottinn, sé það sú, sem að geðjast herra mínum, og þú ætlar þjóni þínum. Bænheyr mig og blessa nú!“
8. Meðan hann það mæla varmey hann koma sá þar fríða, upplitsdjarfa, bjarta, blíða. Skjólu hún í hendi bar. Rebekka hét svanni sá, sú var dóttir Tara niðja. Meyjar vildi’ hann mega biðja; samt hann aðeins sagði þá:
9. „Gef að drekka, góða mær,gömlum, þreyttum ferðamanni.“ Og þá aftur svarar svanni, eins og lindin ljúf og tær: „Þreyttur ertu, það ég skil; þú mátt drekka sem þig lystir; úlfaldarnir eru þyrstir, þeim ég líka vatna vil.“
10. Og er svalað öllu var,armbönd tvö og hring einn dýran, menjagrip úr gulli skíran, góðu meynni gaf hann þar. Mærin heim til húsa rann, honum fyrst um ætt þó sagði. Gamli þjónninn gott til lagði; ljúfan guð hann lofa vann.
11. Og þeir buðu honum heimhennar frændur allir saman. Þá var gleði, þá var gaman, honum tekið höndum tveim. Blíða dóttur Betúels brúði Ísaks ljúfa fékk hann; heim með sæmd og sigri gekk hann, ættmóður með Ísraels. |