Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Systkinin á berjamó | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Systkinin á berjamó

Fyrsta ljóðlína:Sitjum fjalls á breiðri brún
bls.131–132
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Sitjum fjalls á breiðri brún,
báðum okkur skemmti lengi
yfir velli, vötn og engi
horfa á slegin heimatún.
Við oss fögur byggðaból
blasa hýrt á kyrru fróni,
fram er svifin nú að nóni
hvíldardagsins heiða sól.
2.
Skýin verjast gleðigrát,
geyr í hrauni lævís tóa,
syngur hátt í lofti lóa,
leika um teiginn trippi kát;
Niðrí dalinn djúpa sjá!
Vatn í ljóma sólar sefur,
sérðu að örnin tyllt sér hefur
bakkann silungselfar á.
3.
Situr hrafn á háum stein;
huldumanninn sá eg skjótast,
skikkja rauð við röðli skein.
Hulinn blárri himinlind
heyrist mér að valur glammi,
vellur spói í votum hvammi,
jarmar hátt á kletti kind.
4.
Ó, hvað jörðin angar hér,
einir þekur grund og víðir,
lyngið þétta lautu skrýðir,
móðurfold á borðin ber.
Hér er, systir, sæla nóg,
sætur ilmur heiðargrasa,
sjáðu blárra berja klasa,
sólarvarma, svarta kló.
5.
Leggst eg nú við lækjarstraum,
ljóðar niður blíðu kveini;
mosavöxnum studdur steini
heyri eg *suð í sælum draum –
sé í bjartan Álfhól inn
augum þegar lyk eg mínum,
hug minn ber á bárum sínum
ljúfi, kæri lækurinn.
– – –
6.
Rennur sól í gliti gulls,
gekk mér heldur bágt að tína,
vart í askinn vil eg sýna,
hann er milli hálfs og fulls.
Þú ert farin fram úr mér,
fylltir rósavettlingana;
gabba máttu mig að vana,
allt eg verð að þola þér.
7.
Rökkrið yfir sígur senn,
svarta lengir hlíðar skugga,
sólin heima gyllir glugga,
fagurt er á fjöllum enn,
en af glettnum álfasveim
ótti samt mér stendur nokkur;
veiða kannske vill hann okkur,
því er best við höldum heim.