Vorvísur (Shakespeare) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorvísur (Shakespeare)

Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
bls.227
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Í Ljóðmælum er undirtitillinn „(Schakespeare.)“ [svo]. Væntanlega er átt við að vísurnar séu þýðing á ljóði eftir William Shakespeare en það hefur Bragi - óðfræðivefur ekki sannreynt og því er ljóðið að svö stöddu ekki skráð sem þýðing.
1.
Nú lifna blóm á bala;
í brekkum fjalladala,
nú grænkar allt og grær
og grund og rindi hlær.
2.
Og fossar flytja snjóinn
úr fjöllum út í sjóinn
og syngja söng á brún,
en sóley þekur tún.
3.
Hver vill þá híma heima? – –
Nú harmi’ er best að gleyma,
en dansa hól af hól
og heilsa vori’ og sól.