Minni Canada | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Canada

Fyrsta ljóðlína:Þú mikla fold með fjöllin há
Höfundur:Einar H. Kvaran
bls.75–76
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBaCCdd
Viðm.ártal:≈ 1875–1925
Flokkur:Hátíðaljóð
1.
Þú mikla fold með fjöllin há
er fjöllum öðrum gnæfa hærri,
og breiðast flestum fjöllum stærri,
þér tign er skrifuð enni á.
Þú mikla fold, er laugað lætur
í lagaröldum þína fætur
við þriggja sæva samstemmt lag,
nú syngjum vér þér gleðibrag.
2.
Þú ljúfa fold með frið og ró,
með fiskivötnin stærri og smærri,
með himin öllu hreinni og tærri
og sléttu-breiðu bjartan sjó
sem úthaf kysst af logni og ljóma,
en líka þakinn dýrstum blóma –
heill þér, vor nýja fósturfold,
með frjálsa, dökka gróðurmold.
3.
Þú fold með æsku og frelsi á kinn,
svo full af heimsins dýrstu vonum,
gef þínum dætrum, þínum sonum
svo tæran hug sem himin þinn.
Þinn frelsisbikar fram oss réttu.
Ger frjótt vort starf sem þína sléttu,
og eflt sem heimsins undra-tröll,
þín ógnum þrungnu Klettafjöll.