Móðurmálið mitt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Móðurmálið mitt

Fyrsta ljóðlína:Lifi íslenska móðurmálið
bls.5–6
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Yfirskrift: „Á almennum málfundi var rætt um það hvort ekki væri best að láta íslenskuna glatast hér vestan hafs.“
1.
Lifi íslenska móðurmálið
á meðan stendur himinn blár,
hreint eins og gull og hart sem stálið
hljómi það skært um gjörvöll ár,
lýsi því fornu ljóðin fögur,
ljóma þau slá á vorar sögur,
>elskum móðurmál
>meður lífi og sál,
>leiðumst hönd í hönd,
>hnýtum félagsbönd
>til frama Fróns hver mögur.
2.
Látum því vora nema niðja
Norðurlandanna fegurst mál.
Látum oss öll af alhug styðja
allt það sem menntar þeirra sál,
vekjum systkin, til verka alla,
vort látum aldrei þjóðmál falla
>af frægum, fornum merg
>hér fastast reisum berg,
>hér með bræðra band
>byggjum fósturland,
>en Ísland á oss alla.