Kaffilof | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kaffilof

Fyrsta ljóðlína:Kaffi hátt skal hrósið veitt
bls.91
Bragarháttur:Ferskeytt – Hringhent, frumsniðstiklað
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Kaffi hátt skal hrósið veitt
heims um áttir kunnar;
það hefur máttug rétt til reitt
ríklund náttúrunnar.
2.
Hreinsar blóðið, hita ljær,
hroll frá þjóðum tekur,
svalar móðum, svita’ út slær,
sálir hljóðar vekur.
3.
Eyðir doða, aflar mörs;
ei hef ég skoðun ranga -
mörgum boðar fylling fjörs,
færir roða’ á vanga.
4.
Hrindir leti, herðir kapp;
hvað mun betur þakkað?
Kaffi met ég mesta happ,
meðan get það smakkað.