Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Afmælisvísur til Sigga | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Afmælisvísur til Sigga

Fyrsta ljóðlína:Í dag þú byrjar enn nýtt ár
bls.56
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) aBBaCCdd
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Í dag þú byrjar enn nýtt ár
af æsku þinni, son minn góði,
af tímans áfram fluttur flóði
við hið níunda nú þú stár;
nú á bernskan að þagna og þverra,
þinn áttu nú að læra herra
að elska, þekkja og þjóna af tryggð,
þú átt að læra sanna dyggð.
2.
Við, sem fögnuðum fæðing þín
á fyrsta þínum lífsins degi,
óskum til guðs að alvöld megi
hönd hans með megin-mætti sín
leiða þig gegnum heimsins hættur,
í hjartað lifandi inn sé rættur
ótti til guðs og elska manns
og athvarf traust til frelsarans.
3.
Með þessum bænum, barnið mitt!
byrjum við með þér nýja árið,
æskan veiti þér ekkert sárið
sem ellin gjörir ekki fritt.
Þó hjartað stynji og holdið kvíði
í heimsins langa og dimma stríði
guðs ástar stjarna, er eilíf skín,
augljósa *gjörir vegferð þín.


Athugagreinar

3.8 gjörir] er trúlega misritun fyrir 'gjöri'.