Í roki á Drangeyjarfjöru 1925 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í roki á Drangeyjarfjöru 1925

Fyrsta ljóðlína:Enn er reginrok, á ný
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Enn er reginrok, á ný
Rán er slegin þjósti.
Kúra fley og knapar því
köldu und Eyjarbrjósti.
2.
Hroðaligu heyrast sköll
í hreysin striga óþéttu
er regindigur Ránartröll
rota sig á klettum.
3.
Veðrin göld þó veki slag
værð fá höldar slyngu.
Vængjaður fjöldinn vöggulag
við á kvöldin syngur.