Góa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
1.
Grimmur er gestur fenginn,
Góa, enn á ný,
hvorki hýr né hlý,
hríðarkufli í,
úr Norðra greipum gengin
Grænlands yzt af strönd,
slítur blíðu–bönd.
2.
Reið hún geystum gandi
Grænlands jökulfjöll,
sýld og svelluð öll,
sveipuð lausamjöll.
Svo frá svölu landi
svellur ísaspöng,
þrymur jakaþröng
þungum söng.
3.
Rán með ógnar reiði
ræðst nú landið á,
hristir björgin blá,
brothljóð heyra má,
höggin hauðri greiðir,
hraustlega' er tekið mót,
byltist brotin snót
bjargs við fót.
4.
En æðisgengin Góa
gætir ei slíku að,
hrekur hríð af stað
húsum bóndans að,
kyngir köstum snjóa
kofaveggjum hjá,
keyrir á kaf í snjá
kotin lág.
5.
Fyllir haf og hauður,
hlíðar, dal og laut,
boðar bændum þraut,
byrgir foldar-skaut.
Hnípir hross og sauður
húss á mjúkum bás,
hvergi finnur krás
krummi hás.
6.
Æða ógna-byljir
allt eins nótt og dag,
Kári kalt með lag
kveður rammaslag.
Gaddfrýs hrönn og hyljir,
hljóðnar lækur smár,
fellir frosin tár
fossinn grár.