Markatafla úr Hólahreppi 1817 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Markatafla úr Hólahreppi 1817

Fyrsta ljóðlína:Hrafninn þundar heim að mér
bls.134-147
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hrafninn þundar heim að mér
herjans litla veiði dró.
Efnalaus ég yrkja fer,
allt vill lagið hafa þó.
2.
Hjarðar mörkin Hóla- nú
hrepps að greina, vel afhent.
Þung mér verður þrautin sú,
því er fífl að fátt er kennt.
3.
það á sannast máltak mér,
minnileg sú verður fregn.
Heimskur aldrei hygginn er,
hvað sem byrjar yfir megn.
4.
Orðin laus í brag ef bind,
býst ég við að komast skammt.
Á því verður engin mynd,
ófreistað ei dugir samt.
— — —
5.
Sveinninn Jóns ari [?] sannlega
sitt vill nú að erfða mark
stúrifað hægra, stýft vinstra
standi ritað svart á ark.

Þetta er mark bónda Þuríðar, Sveins Jónssonar. Þau bjuggu, sem fyrr segir, á Sleitustöðum frá 1808–1827.
6.
Jón Matthías mögur sér
marka stýfing hægra kann,
biti vinstra aftan er
á því sama stúfrifan.

Í Smiðsgerði bjuggu Jón Matthíasson og Guðrún Guðbrandsdóttir á árunum 1799–1833.
7.
Eyjólfs markið miðhlutað
mælt er allir viti hér,
hægra sýlt, ég heyri það,
hér með framan biti er.

Eyjólfur Guðmundsson og Þorgerður Þorkelsdóttir bjuggu á Sviðningi á árunum 1807 [?]–1818, á Fjalli 1819–1822, á Hrafnhóli 1822–1827, á Hrafnsstöðum (Hlíð) 1827–1828, er Eyjólfur dó.
8.
Þuríður, nú sagt er satt,
Sigmundsdóttir eignar sér
sauðamarkið hægra hvatt,
á hinu aftan tvístýft er.

Vísa þessi virðist á skökkum stað í rímunni, hefði átt að vera 5. eða 6. í röðinni, því jafnan er trúlega fylgt bæjarröðinni, en hún er á þessum stað í uppskriftinni og verður svo hér. Sjá má af þessu, að Þuríður hefur sjálf átt mark, en slíkt var mjög fátítt um bóndakonur, sem ekki stóðu sjálfar fyrir búi.
9.
Ólafur son Ólafs sér
eigna merkið þetta má,
sneiðrifað, sem birta ber,
báðum eyrum framan á.

Ólafur Ólafsson og Þórunn Jónsdóttir bjuggu á öðru býli á Sviðninngi 1816–1818; brugðu þá búi. Hófuaftur búskap 1825 á Nautabúi, en brugðu aftur búi 1826 og skildu fyrir fátæktar sakir.
10.
Sigurður Ólafs mögur má
markið fjár það eigna sér,
heilrifað þess eyrum á
undir framan standfjaðrir.

Sigurður Ólafsson og Jóhanna Jónsdóttir bjuggu í Saurbæ 1815–1829. Voru þar áður á ýmsum jörðum í Hólahreppi, Skúfsstöðum1807–1808, Kálfsstöðum 1808–1811, Efra–Ási 1811–1812, Neðra–Ási 1812–1813, Víðinesi 1813–1814 og Skúfsstöðum aftur 1814–1815. Frá Saurbæ fluttust þau í Langhús, og þar bjó Sigurður til dauðadags 1842.
11.
Vinstra sýlt, þess minnast má,
markið það á Hallgerður.
Framan hægra eyra á
er þó biti og standfjöður.

Hallgerður Jónsdóttirer um þessar mundir húskona í Saurbæ, hálf-fimmtug að aldri, fædd á Hvalfjarðarströnd.
12.
Markús bóndinn satt það sver
sauðamark með lyndið glatt,
aftan hægra bita ber
blaðstýfing, en vinstra hvatt.

Markús Markússon og Sigríður Jónsdóttir bjuggu á Skriðulandi frá 1800–1819, fluttust þaðan í Skúfsstaði 1819–1823. Sigríður dó 1822, og Markús fór í húsmennsku árið eftir. Þau bjuggu fyrst á Sleitustöðum 1799–1800.
13.
Ekkjan Helga, er það satt,
á nú mark á sínu fé,
þrírifað í hægra hvatt
á hinu þó að ekkert sé.

Helga Jónsdóttir á áttræðisaldri, ekkja eftir Þorleif Brandsson. Hún á öðru býli á Skriðulandi 1816–1817, hefur sextuga vinnukonu og 14 ára fósturbarn. Helga giftir sig á ný Jóni Jónssyni og bjó með honum og býr með honum á Skriðulandi 1817–1818, en þá fóru þau í húsmennsku að Sleitustöðum. Helga hafði áður búið með Þorleifi á Skriðulandi 1813–1816, en þangað komu þau frá Enni í Viðvíkursveit.
14.
Monsér Jón hér birta ber
búmark hægra gagnfjaðrað,
á bjarnastöðum vitum vér,
vinstra aftan sneiðrifað.

Jón Jónsson hreppstjóri og Ellísabet Sigurðardóttir bjuggu á Bjarnastöðum 1813–1818, fóru þá að Skúfsstöðum 1818–1820, er þau fluttust að Hofstaðaseli.
15.
Reits Jón hefur hægra sýlt
hér með aftan vinstra sneitt,
biti framan, ei er illt,
á eyra því sé gatið eitt.

Jón Ólafsson og Ingigerður Jónsdóttir búa um þetta leyti á Bygghólsreit í Kolbeinsdal. Bygghóll hafði verið í eyði um langan aldur, er Jón og Ingigerður komu þangað úr Svarfaðardal og reistu byggð 1813. Þau bjuggu þar til 1824, er jörðin fór aftur í eyði og var lögð undir afrétt.
16.
Jóns á Fjalli, finnst það hér,
fjármagn hægra stýfingin,
vinstra tvístýft aftan er,
undir framan standfjöðrin.

Jón Pálsson og Guðrún Jónsdóttir bjuggu á Fjalli 1814–1818, Bjarnastöðum 1818–1820, fluttust þá í Viðvíkursveit og dó Jón í Kýrholti 1838.
17.
Bóndans markið Björns það er
blaðstýfingar framan á,
með fjöður aftan hægra hér,
höldar þetta mega sjá.

Björn Björnsson og Salný Jónsdóttir búa á Unastöðum 1812–1819, Skúfsstöðum 1823–1828 (brugðu búi 1819–1823). Fluttust úr Óslandshlíð. Þar dó Björn 1846.
18.
Jónas tíðum hefur hér
hægra markið sýlt á fé,
framan sneiðrifað vitum vér,
vinstra biti aftan sé.

Jónas Þorleifsson og Hólmfríður Jónsdóttir bjuggu í Efra-Ási 1812–1830, er þau brugðu búi. Þau voru áður á Skriðulandi 1801–1812.
19.
Sneiðing framan hægra hér,
hinu vinstra sýlt er á.
Önundur það eignar sér,
ekki þetta rengja má.

Í Efra-Ási, á öðru býli, bjuggu Önundur Gunnlaugsson ekkjumaður og bústýra hans, Margrét Gottskálksdóttir, frá 1814–1826; brugðu þá búi. Önundur hafði áður búið með konu sinni, Halldóru Pétursdóttur, á Skúfsstöðum, fyrir 1785, en það ár brugðu þau búi. Hófu búskap á sama stað 1786–1788. Á Ingveldarstöðum 1788–1797 og Víðinesi 1797–1814. Halldóra er dáin fyrir 1801, en Önundur dó 1834.
20.
Hægra sýlt ég heyrði þar,
honum Þórði markið ber,
framan sneitt af vinstra var,
víst þó biti aftan er.

Þórður Helgason og Guðríður Halldórsdóttir í Brekkukoti (nú Laufskálar) 1803–1833, brugðu þá búi. Guðríður dó1823, en Þórður 1833, á Nautabúi.
21.
Vill Þorleifur vinstra stýft*
vera láta á sínu fé.
Eyranu er hægra hlíft
á hinu þó að gatið sé.

Þorleifur Þorleifsson búa í Víðinesi 1814–1818, á Sviðningi 1818–1820, á Skúfsstöðum1820–1821, er þau flytjast yfir í Svarfaðardal, þar sem þau voru bæði fædd.
22.
Herra Gísli heiður ber,
hjarðar markið á hann það,
stýft af báðum eyrum er,
eins er líka gagnbitað.

Gísli Jónsson fyrrverandi aðstoðarrektor við Hólaskóla, bóndi á Hólum 1806–1828. Prestur þar frá 1817–1828, er hann fékk Stóra-Árskóg í Eyjafirði og fluttist þangað. Kona hans var Ingiríður Halldórsdóttir.
23.
Frú Guðríður, hún á hér
hægra aftan blaðstýfing
á sínu fé, það vitum vér,
vinstra aftan tvístýfing.

Hér mun átt við Guðríði, ekkju Sigurðar Stefánssonar, er síðastur var biskup á Hólum, dó 1798. Hún bjó áfram á hluta af Hólum, en fer þaðan 1816 að Víðivöllum til séra Péturs og deyr þar 1820, félaus orðin. Guðríður hefur trúlega átt enn einhvern búpening á Hólum 1817.
24.
Gísli Ásgríms arfi á
eyrum báðum miðhlutað.
Brúkar líka bóndinn sá
beggja megin gagnfjaðrað.

Gísli Ásgrímsson og Þórdís Eiríksdóttir búandi á Hólum 1816–1825. Gísli hafði áður búið í Ásgeirsbrekku og á Bakka. Þórdís dó 1824, en Gísli flyst að Kálfsstöðum og býr þar til dauðadags 1830, með síðari konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur.
25.
Þorlákur son Höskulds hér
hálft að framan vinstra á.
Markið ekki meira er,
mega þetta allir sjá.

Þorlákur Höskuldsson og Björg Jónsdóttir 1814–1836 á Hólum. Þau bjuggu víða í Skagafirði áður og síðar.
26.
Fé Guðmundar miðhlutað
markið vinstra þetta er.
Fram sneitt hægra, fréttist það,
fjöður aftan undir ber.

Guðmundur Jónsson og KristínSveinsdóttir bjuggu á Hólum 1814–1826, Skúfsstöðum 1826–1827, Hrafnhóli 1827–1840. Guðmundur dó 1840. Bjuggu áður á ýmsum jörðum í Blönduhlíð. og Viðvíkursveit.
27.
Þorsteinn Pálsson hefur hér
hægra sýlt er markið það,
fjöður aftan undir er,
á því vinstra heilrifað.

Þorsteinn Pálsson og GuðrúnÞorkelsdóttir bjuggu á Reykjum 1811–1818. Fóru þá búferlum í Hofstaði, og þar deyr Þorsteinn 1828. Guðrún bjó áfram. Giftist síðar Mála-Birni Illugasyni.
28.
Hallur aftan hægra sneitt
hann á vinstra stúfrifað.
Ber að hafa bitmark eitt
á bæjum öllum, rétt er það.

Hallur Þórðarson og Þorbjörg Þorleifsdóttir búandi í hvammi 1806–1813 og aftur 1816–1837. Þar á milli á Hrafnhóli. Þau bjuggu síðast í Geldingarholti.
29.
Vigfús stýfing vinstra má,
væri fjöður aftan hér,
sneiðing aftan hægra hjá,
hjarðar markið eignar sér.

Vigfús Egilsson og Guðrún Jónsdóttir búa á Hrafnhóli 1816–1822, fóru þá í húsmennsku, en bjuggu áður á Kjarvalsstöðum 1804–1809.
30. Vinstra aftan vaglskoran,
vill það Davíð eigna sér,
aftan hægra fjöður fann,
finnst ei meir en komið er.

Davíð Sturlaugsson og Sigríður Jónsdóttir búa á Hrafnhóli 1788–1809 og aftur 1810–1816. Brugðu búi. Davíð dó 1821.
31.
Sýlt Guðbrandur brúkar hér
á báðum eyrum standfjöður
framan hægra önnur er
og aftan vinstra lítur hvur.

Guðbrandur Erlendsson og Ingibjörg Sighvatsdóttir bjuggu á Hrafnsstöðum (Hrappsstöðum (Hlíð)) 1793–1825 og aftur 1827–1830, er þau brugðu búi. Guðbrandur dó 1847, en Ingibjörg dó 1831.
32.
Einar bóndans arfi þar
á eyra hægra hamrað á,
hvatt á hinu vinstra var,
víst er biti aftan þá.

Einar, sonur Guðbrandar á Hrafnsstöðum, þá (1817) ekki enn farinn að búa, en á samt mark. Hann hóf búskap með konu sinni, Þórdísi Bjarnadóttur, á Hrafnsstöðum 1825–1827, á Bjarnastöðum 1827–1829, Hrafnsstöðum aftur 1830–1848 og Garðakoti 1848–1863. Þórdís dó 1855, en Einar 1863.
33.
Smiður Jón þá hefur hér
hægra stýft og bragð framan,
heilrifað vinstra einnin er,
aftan bita markar hann.

Jón Jónsson og Sigríður Bjarnadóttir búandi á Kálfsstöðum 1811–1825, þar áður í Efra-Ási 1806–1811. Fluttust í Lýtingsstaðahrepp.
34.
Runólfs hægra seggir sjá
sýlt og framan standfjöður.
Fram sneitt vinstra eya á
aftan biti sjálegur.

Runólfur Jakobsson og Guðrún Sveinsdóttir á Kjarvaldsstöðum 1811–1818, áður á Kálfsstöðum 1892–1811 og síðast á Sviðningi 1822–1825, er Runólfur dó.
35.
Ingimundi innt er frá,
á hann hægra gagnbitað.
Gat er vinstra eyra á,
ekki taldist mér um það.

Ingimundur Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir á Nautabúi 1815–1823, á Bjarnastöðum 1823–1824 og 1826–1835, á Sviðningi 1835–1847. Ingimundur dó 1847.
36.
Þiðrik telja mætan má,
markið hans ég sama finn
fjárins báðum eyrum á,
er það sýlt í hamarinn.

Þiðrik Magnússon og Díana Magnúsdóttir bjuggu á Ingveldarstöðum 1817–1818 og Kjarvalsstöðum 1818–1831. Þar áður voru þau á Frostastöðum og Hringveri. Þiðrikdó 1832.
37.
Á hægra eyra sýlt menn sjá
svo tvær aftan stundfjaðrir.
Markið þetta Anna á,
en það vinstra gatið ber.

Anna Jónsdóttir ekkja eftir Sigurð Jónsson. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum 1797–1805, er Sigurður dó. Anna bjó áfram með sonum sínu til 1839 og dó þar 1843.
38.
Blaðstýft, fjöður, bóndinn Páll
brúkar framan hægra það,
viss og glöggur, vel forsjáll,
vinstra megin heilrifað.

Páll Ólafsson og Guðríður Jónsdóttir bjuggu á Skúfsstöðum 1801–1803 og 1804–1818. Guðný dó 1818. Páll fluttist að Fjalli 1818–1819. Hann bjó á Sviðningi með síðari konu, Guðrúnu Hálfdanardóttir, 1820–1822, á Fjalli aftur 1822–1829 og í Saurvæ 1829–1845. Þau dóu bæði síðsumars 1845.
39.
Jónsson tjáður Jón er hér,
jafnan glaður, hirðir brands.
Sneitt af báðum eyrum er
aftan, það er markið hans.

Jón Jónsson og Þorbjörg Ólafsdóttir búa á Skúfsstöðum 1816–1819 og Skriðulandi 1819–1831, er þau brugðu búi. Í Hvammi voru þau 1813–1816 og þar áður á jörðum í Hofshreppi.
40.
Stúfrifað hægra herma ber,
herjans til það grillir svan,
vinstra tvístift aftan er,
á það markið Jónatan.

Jónatan Jónsson og Guðrún Pálsdóttir bjuggu í Garðakoti 1806–1835, fluttust þá í Hofshrepp.
41.
Monsér Björn hér mætur sitt
markið sauða brúkar þá,
tvístýft aftan hægra hitt
hefur blaðstýft framan á.

Björn Illugason og fyrri kona hans, Helga Jónsdóttir, búa í Neðra-Ási 1800–1821, er þau fóru að Brimnesi Þau bjuggu fyrst í Saurbæ 1792–1793 og Skriðulandi 1793–1800. Loks í Efra-Ási 1830–1835. Helga dó 1832, en Björn giftist aftur Guðrúnu Þorkelsdóttur. Björn dó 1856, en Guðrún dó 1862.
42.
Gunnlaug arfa Björns það ber,
búmarkið það ritað finn,
hægra tvístýft aftan er,
á því vinstra stýfingin.

Gunnlaugur Björnsson og Margrét Gísladóttir búa í Neðra-Ási 1817–1836, er Gunnlaugur dó.Margrét bjó áfram og giftist aftur.

— — —

43.
Flest er það sem ending á,
einser markataflan fjár.
Átján hundruð seytján sjá
seggir datum þetta ár.
44.
Slagið ljóða hættir hér,
hjarðir fleiri mörkin tjá.
Lagi fróðir fyrir mér
firðar þeir sem lýtin sjá.