Vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vor

Fyrsta ljóðlína:Leysir snjó af lambastekk
bls.73-74
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Leysir snjó af lambastekk,
lækir frjóir hjala.
Heiðarlóa hugum þekk
heilsar mó og bala.
2.
Græðisból og gróinn völl
geislar sólar fanga.
Blikar fjóla og blómin öll
blítt í skjóli anga.
3.
Út er breiða arminn sinn
æsku þreyðir runnar
Hulda seiðir huga minn
heim á leiðir kunnar.