Fífa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fífa

Fyrsta ljóðlína:Fífa — litla frænka mín —
bls.123-124
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) ferkvætt:aabbccc
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Fífa — litla frænka mín —
fín og björt er krónan þín,
eins og var hún þar og þá,
þegar sat ég ánum hjá.
Við skullum ekki hafa hátt:
Í heiminum eiga sumir bágt,
öðrum þó sé dillað dátt.
2.
Fegri þykir fjólan blá,
fleiri hennar prýði sjá,
hún á rót í hlýrri grund,
heimur þinn er forarsund,
þar er fædd þín mildi og mýkt,
— mýkra er ei silkið ríkt.
Er það nokkru lagi líkt?
3.
Þeir sem báru þreytukross
þágu hjá þér mjúkan koss,
fengu hlýlegt klapp á kinn
— kalt þó blési himinninn.
Veiztu svo, hvað viðsjálft þér
varð að treysta þeim — og mér?
Heimurinn líkist sjálfum sér.
4.
Fífa litla, hvít og hrein,
heimurinn kann á ýmsu grein:
svo hann þiggi þökk og hrós
þarf hann alltaf meira ljós
— fyrir þann sem aldrei er
óhultur, þá skyggja fer,
fannst honum rétt að fórna þér.
5.
Hann er svona harðleikinn:
hnoðar þér í lófa sinn,
ber þig inn í bæjargöng,
býr til úr þér „fífustöng“,
dýfir þér í gamlan grút,
geymir þig í lampastút,
— bíður þess þú brennir út.