Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum* 1874–1961

EITT LJÓÐ — FIMM LAUSAVÍSUR
Halldór var fæddur á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum, sonur hjónanna Helga Einarssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur. Hann var um skeið kennari í Hvítársíðu og Stafholtstungum. Halldór bjó á Ásbjarnarstöðum 1904–1907 og síðan í tvö ár í Fljótstungu í Hvítársíðu. Þá flutti hann aftur að Ásbjarnarstöðum og bjó þar til 1943 og átti þar heima til dauðadags 1961. Kona hans var Vigdís Valgerður Jónsdóttir frá Fljótstungu. Eftir Halldór liggja tvær ljóðabækur, Uppsprettur 1925 og Stolnar stundir 1950. (Sjá einkum Borgfirzkar æviskrár IV, bls. 148– 149)

Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum* höfundur

Ljóð
Fífa ≈ 0
Lausavísur
Eiginlega ekkert ber
Hlýnaði blóð við hæga glóð
Víst eru tónagripin góð
Þegar dögg og sumarsól
Þó að vefjist vetrarsnjó