Í baksýn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í baksýn

Fyrsta ljóðlína:Í æskunnar undra heimi, ég átti mér fögur lönd
bls.171-172
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Í æskunnar undraheimi, ég átti mér fögur lönd.
Ég byggði mér háar hallir, þar hjalaði blær við strönd.
Ég kveið ekki komandi degi, því hvar sem ég leit var bjart,
það ljósið mér átti að lýsa, til að læra svo ótalmargt.
2.
Og fullorðinsárin efndu æskunnar loforð mörg.
Þó safnaði ég ekki auði, var alltaf á veginum björg.
Ég oftast hef ánægð verið, og óttast ei hel né gröf.
Ég hef elskað og ástar notið, en ástin er Drottins göf.
3.
Því hef ég margt að þakka, og því er mér lífið kært,
bæði hið blíða og stríða blessun mér hefur fært.
Mér ljóst er það fyrir löngu að lífið er meira en tál,
gott er að geyma og finna Guðsneista í eigin sál.
4.
Það heyrist ei héraðsbrestur þá hérvistar ferð mín dvín,
og fljótt mun í sporin fenna því fábreytt var sagan mín.
Ég numið hef margt og mikið sem minn hefur skilning glætt.
Ég finn nú við leiðarlokin, á lífinu hef ég grætt.