Skammdegisþankar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skammdegisþankar

Fyrsta ljóðlína:Oft þráir í skammdegisskuggunum þungu
bls.1
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1916
Skammdegisþankar

1.
Oft þráir í skammdegisskuggunum þungu
að skiljast við líkamann sálinni ungu.
Hún svífur þá fluglétt og glöð út í geim
til geislanna fegurstu er lýsa upp heim.
2.
Ég byggði mér höll út hjá bárótta sænum
þar bylgjurnar hjöluðu ljúflega í blænum.
Undir skuggsælum laufþökum lék mér að blómum
en loftið var þrungið af árdegis hljómum.
3.
Mig langaði að fylgjast með geislanum glæsta
er glitraði á jökulhjálms tindinum hæsta.
Hann gnæfði upp úr sænum og sýndist svo nærri
Sálin var horfin, því þráin varð stærri.
4.
Ég sigldi út á hafið á svolitlu fleyi
frá sólinni og vorinu um dimmbláa vegi.
Og stefndi á fjallið er framundan blasti
en fleyinu öldurnar veltu með hasti.
5.
Ég náði aldrei landi, fyrr lamaðist fleyið,
það lenti upp á skeri og brotnaði í mola.
Nú senn fer að daga, mig dreymir þá eigi
því dýrustu vonunum heimsöldur skola.