Tólfsonakvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tólfsonakvæði

Fyrsta ljóðlína:Fyrðum bæði og falda ungri gefni
bls.32–39
Viðm.ártal:≈ 1700
1.
Fyrðum bæði' og falda ungri gefni,
færa vildi' ég gamansemdar efni,
og þeim stuttan birta brag,
sem breyta eftir holdsins hag með heimsins lag;
Æðstur þeirra örlögum kann breyta
og aðstoð hrelldum veita.
2.
Fyrir landi réði' og lýðum nokkurn tíma
lofðung sá, sem tamur var að stíma;
drottning átti dýra hann,
dyggða sprundið sjá vel kann um ríkan rann,
en fylkir hennar fullur var af rambi,
forsi og miklu drambi.
3.
Á því var hann oftast nær að klifa:
æ, hvað lengi mun ég fá að lifa?
Einn spekingur ansar þá:
Aldrei muntu dauðan sjá, sú er mín spá,
fyrr en son þú hugvitsaman hefur,
og hann þér fréttir gefur.
4.
Kættist sá, sem kunni' að beita geiri,
kom þá fram hans hrekkjafjöldinn meiri:
aldrei son ég eiga skal,
sem inn kemur í þennan sal með fréttaval,
lengi mun ég þá lífdagana teygja
og loksins aldrei deyja,
5.
Byrjaði' hann þá breytni harða og stirða,
börn sín lét í ungdæminu myrða,
ellefu hann átti þó,
ungbörnin með litla ró, í söltum sjó
sonu lét hann sína alla deyða,
sá nam dyggðum eyða.
6.
Drottningin var döpur af sorg og pínu,
dró hún aldrei skart að holdi sínu;
þegjandi bar þungan móð,
þorði ekki' að mæla fljóð hvað í brjósti bjó;
þunguð var hún þó í tólfta sinni,
(það trúi ég sagan inni).
7.
Í þann tíma áféll nokkur vandi
orrusta þar byrjaði í landi,
bjó sig ræsir burt með þjóð,
bar í huga sáran móð fyrir sjálfs síns jóð;
af borgurunum buðlung tekur eiða,
að barnið skuli þeir deyða.
8.
Á burt síðan arkaði gætir landa,
eðla frúin bíður í þungum vanda;
að fullum tíma fæddi son,
fékk hún af því angursvon, en lét ei lon:
borgarana biður hún sér að vægja
og barnsins nauðum hægja.
9.
Aumkvuðu allir ánauð heiðurssvanna,
enginn dirfðist borgarinnar manna,
að auka hennar ófögnuð,
af því hræddust sannan guð og hans söfnuð;
miskunnsemina minntust á að hafa
og margt um þetta skrafa.
10.
Bauð þá alla barnið við að pína,
þeir báru fram upp á ráðstofuna sína;
fátækur þar bóndi bjó,
brjótur stála frómur þó, sá dyggð ei dró,
biðja þeir hann barnið upp að fæða
og búralega klæða.
11.
Hélt nú ræsir heim í borg með mengi,
hann beið ekki spurninganna lengi,
hvert búið deyða barnið sé:
birtið þetta rétt fyrir mér, svo ræsir tér,
allur játar innan borgar lýður
og ekki lengi bíður.
12.
Sat nú ræsir sorgum firrtur og kvíða,
svo gjörðu fram stundirnar að líða;
öðlings níður ungur þá
uppfóstraðist bónda hjá og barst lítt á,
flíknatötrum firðar um hann múra
og föður hans nefndu búra.
13.
Þá tólf ára var tiggja mögurinn svinni,
hann tók að hænast eftir móður sinni,
heimuglega hvern dag þó
á herragarðinn leynt sig dró, þar buðlung bjó;
gramur vissi' ei grand um þetta efni,
ég get honum feigðin stefni.
14.
Einhvern dag, þá ítar fóru til leika
inn á hallargólfið sveinninn reikar;
kóngur segir: Þrællinn þinn,
Þú snáfar hér tíðum inn, ég fregn þá finn,
en hirðir þó ei huga minn að kæta,
hvað sem gjörir að græta.
15.
Sveinninn ei við svoddan ræðu þagði
sér að kóngi víkur hann og sagði:
Ekki seint og illa skal,
ég bið hlýði þegna val á þetta tal:
Út á skóg ég arkaði í morgun snemma
aldinblóman kenna.
16.
Eikur sá ég að tvær saman stóðu,
önnur græn og var með blómi góðu,
hin var eikin föl og fá,
furðu visin lauf þar á ég svoddan sá;
lauf eikina leist mér fyrst að reyna,
lundur stáls nam greina.
17.
Stakk ég hníf minn stofninn í að bragði,
strax úr trénu eiturgusu lagði,
í stofninn bjúga stakk ég þá
strax kom hunang hnífnum á, ég svoddan sá;
fannst mér mikið fyrst um þetta efni,
fram þó lengra stefni.
18.
Sá ég hænu sitja í lundi fínum,
syrgjandi hjá ungakindum sínum,
ellefu hún átti sér
allir dauðir sýndust mér, ég segi þér;
gáðu nú kóngur glöggt að ræðu minni
og grey-samvisku þinni.
19.
En sá tólfti einn mér sýndist lifa,
upp á hennar baki var að klifa,
undran stóra ég af því fékk;
áfram lengra þó ég gekk um foldar bekk,
fífilbleikan fák einn leit ég standa
á fóðri eftir vanda.
20.
Reiðdýr þetta rínarsól nam prýða
með rauða gull um lend og faxið síða,
gylltan söðul á baki bar,
búinn vel sá hófhamar, svo vænn hann var,
fagurt beisli fágað með jötna rómi
frítt af saurleiks grómi.
21.
Fákur þessi fullur var af drambi,
af fegurðinni stærði sig með rambi;
hann brá á leik og braut af sér
búning allan sýndist mér, svo sundur fer,
beisli, söðull, búningur og reiði,
hann braut sinn háls og deyði.
22.
Nú vil ég ræsir ráðning segja þér mína,
rekkurinn talar við áheyrendur sína,
og öllum borgarmúga með:
Meina ég þú sért fagra tréð, sem fékk ég séð,
en drottningin þín dyggða sprundið fríða
mun dapra eikin þýða.
23.
Útvortis því ertu hlaðinn hlóma,
þig æðstur gæddi konunglegum sóma,
hávaxin, sem blómstruð björk,
breiddur út á eyðimörk, en ert þó örk
ódyggða, sem eitur jafnan geymir,
en eðla dyggðum gleymir.
24.
Drottning þín, sem drengir mega sanna,
döpur jafnan sést fyrir augum manna,
eins og visið aldintré,
en þó full af hunangi, það hygg ég sé,
guðhræðslunnar góður dyggða blómi,
sem geymir svanninn frómi.
25.
Við hænuna líka henni má vel jafna,
heiðurssprundið angistunum vafna,
sem ber hún vegna sona sín,
sára neyð og angurs pín, því höndin þín
ellefu lét alla lífi firða
og aumlegana myrða.
26.
Ég sá tólfti af ykkar sonar liði,
en nú lífi held og góðum friði,
sem verndin drottins veitti mér,
vita skaltu' hið sanna hér hvað orðið er;
óguðlegra eyða kann sá ráði,
og allt gjöra að háði.
27.
Essið það, sem ég leit blómlegt standa,
orðum mínum hlýddu gætir landa,
mun víst hafa að merkja þig
og metorðin þín konungleg, sem sýna sig,
firðar allar falla þér til fóta,
svo náðar megi njóta.
28.
Brotinn háls úr býtum muntu fanga,
sem búið hefur þér drambsemin þín langa;
rykkt verður þér ráðum frá,
ríkið guð mun öðrum fá, og söðull sá
að eilífu er þér af baki drottinn,
þú innra hefur þess vottinn.
29.
Öll þau gæði af þér hefur þú brotið
í ódyggðanna svefni löngum hrotið,
sinn í hóp þér satan veik
í syndinni þú brást á leik, þig listin sveik;
heimsins list og holdsins eftirlæti,
sú hégómlegasta kæti.
30.
Ríkum guði reikning áttu' að standa,
ræsis hagur kominn er í vanda,
fyrir barnamorðin bannsett þín,
búin er þér stærsta pín, að ætlan mín;
iðran lengi undan hefurðu dregið,
að ódyggðunum hlegið.
31.
Ég þinn sonur þér nú fréttir færi,
föðurinn skyldi' ég heiðra, sem mér bæri,
satt og rétt ég segi þér;
snú þér strax og iðran ger, sem best þér ber,
hrekkjamönnum helst kann það til falla,
sem hugleiddu þetta varla.
32.
Ólmast tók nú öðlingur í sæti,
um trú ég lítið í svörunum hann bæti,
unda-naðinn greip svo greitt,
að gæti hann tólfta son sinn deytt og öllum eytt;
af spakmálunum spektarmannsins fróma,
hann spennir hildar ljóma.
33.
Í því bili að kom dauðinn kaldi,
ögling frá ég verkalaunin gjaldi;
aftur á bak hann datt og dó,
drengjasveitin undrast þó, sem borg í bjó;
allir biðja æðstan guð að náða
þá óhamingju bráða.
34.
Drengir jarða dauðan gætir landa.
Döglingssonur eftir gömlum vanda,
settur var í sessinn hans,
síðan allur múgi múgi manns þar innan lands
krýna náðu kóng með æru og sóma,
kvæðið gjörir svo róma.
35.
Firðar þeir, sem finna að kvæðum mínum,
færi í lag af góðviljanum sínum,
en álasi ekki mér,
því enginn hærra fleygir sér en fiðrið ber,
fuglinn þó að flögta gjöri víða;
fellur kvæðið síðan.