SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Minningarkvæði um Jón GrímssonFyrsta ljóðlína:Nokkur ungdómsár, fyrir elli
Höfundur:Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld
bls.37–41
Viðm.ártal:≈ 0
Skýringar
Fram kemur í kvæði þessu að Bjarni hefur alist upp á Húsafelli við Hvítá í Borgarfirði. Á hinu mikla stórbýli Galmannstungu (Kalmannstungu) handan árinnar, á móti Húsafelli, bjuggu Sigurborg, hálfsystir hans, og maður hennar, Jóni Grímsson, sem Bjarni yrkir þetta minningarkvæði um. Er ljóst að Bjarna hefur ekki leiðst að koma til þeirra og dáist af búskapnum og hlýju fóksins á bænum.
Það er mest fyrir minni sjón, 1. Nokkur ungdómsár, fyrir elliólst eg upp á Húsafelli, með litlum burðum, lágur á velli, látinn þangað var fyrir bón; — Galmannstungan Grímsson Jón — fer nú eins og sauður á svelli, sem sér til skógs og fjalla, — grætur um alla, 2. Herleg voru þar húsakynni,hjúin öll með glaðværðinni, skemmtilegt var úti og inni, enginn girntist nál né prjón; húsbóndinn með hógværðinni hafði engan galla. 3. Varð eg þangað víkja glaður,vel tók mig sá drottins maður, eins og það væri minn eignarstaður eða sá rétti guðs orðs þjón; sæng til reiddi og svo þurrkaður, settur á bekk og palla. 4. Hans heiðurskvinnan góð bar gæði,guðhrædd var og fróm í æði. Af einu vorum við blóði bæði borin á þetta Íslands frón. Þau voru ei treg að veita mér fæði þá vegur minn bjó til fjalla. 5. Mörgum var þar gjörður greiðiþá grös voru sótt og rót á heiði, óríkum var enginn leiði, ört þeir fengu að sleikja um spón; þegar menn fóru á fjallaveiði fengu hvítu dalla. 6. Vel þykkt skyr og vín á könnumvinirnir báru í tjöldin hrönnum. Af þeim helstu herramönnum hann fékk jafnan sína bón. Við þá stóð hann oft í önnum ef svo vildi falla. 7. Þar var jafnan grúi af gestum,gefinn matur líka flestum, einnig líka heyið hestum. Heitan kyntu konurnar ón. Kúturinn margur kom frá lestum sem keyptu skreið og salla. 8. Var þar búin til veislan fríða,vildi biskup þangað ríða, borð sín, hús og bekk réð prýða, besta ölið keyptu hjón. Sæmd var þar til sveina að hlýða þá söngurinn tók að gjalla. 9. Nú er komin önnur öldin,aðrir síðan tóku völdin, færri mysu fá nú tjöldin, þó farið sé í drykkjarbón. Þeir hafa fengið hita í höldin, hringir önnur bjalla. 10. Þá Hamborgararnir héldu landið,hörð var ekki tíðin grandið. Nú er sárt hvert sundmagabandið, sést nú hvorki mjöl né grjón. Yngisfólkið ört er blandið ef svo vildi falla. 11. Orðrómur er það allra lýða,sem upp frá túninu, götuna ríða, nú sé biluð bygging fríða sem bjó til áður karl á frón; því hvert ár lét hann haglega smíða hús og veggjastalla. 12. Hrörna tekur húsabótiní heimatúninu minnkar rótin, aurinn ber á engjar fljótin, er það mesta grassins tjón. Mælti þetta maður og snótin mundi bjargast varla. 13. Meðan um Ísland mjöllin fýkur,maðurinn enginn býr þar slíkur, þó ekki væri hann ofsaríkur enda heimsins komið er nón. Veraldarinnar strengur strýkur, stundum gerir að halla. 14. Guð gefi þeim góða mannigleðivist í himnaranni, þar er kominn sæll hans svanni; sé eg þar líka, og það er mín bón. — Galmannstungan Grímsson Jón —Læt eg þessu linna gamni, ljóðin skulu hér falla — — grætur um alla, |