Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vornótt í Skagafirði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vornótt í Skagafirði

Fyrsta ljóðlína:Hljótt er yfir hauðri og ægi
Höfundur:Sigrún Fannland
bls.8–9
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hljótt er yfir hauðri og ægi,
hlýja golan vanga strýkur.
Vornótt björt með von í fangi
vermir þann sem hvíldin svíkur.
2.
Birtir yfir út við hafið;
upp frá Drangey rennur sólin
og með gullnum fingrum festir
fagurroða á Tindastólinn.
3.
Málmey hýr en höfðinn Þórðar
hörkulegar hvessir brúnir.
Aldan kyssir klettsins fætur
og klappar í bergið tímans rúnir.
4.
Létt er yfir Austurfjöllum,
um þau leikur morgunsvalinn.
Sjónir leita áfram innar –
upp í fagra Hjaltadalinn.
5.
Undir hárri Hólabyrðu
í hlýju bóli standa garðar,
höfðingssetur, héraðsprýði,
hjartastaður Skagafjarðar.
6.
Upp úr blárri móðu mænir
Mælihnjúkur tignarfríður.
Grösugt hérað, græna dali
gistir vaskur sveitalýður.
5.
Heill þér, Skaga fagri fjörður,
farsæld blessi giftu þína,
meðan fjöll þín mega standa,
meðan sólin nær að skína.