Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Við arin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við arin

Fyrsta ljóðlína:Sest að sál minni hrollur
Höfundur:Sigrún Fannland
bls.48
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1979
1.
Sest að sál minni hrollur;
sit ég við kulnaðan arin.
Í öskunni lít ég leiftursýn
þó loginn sé burtu farinn.
2.
Húmið var þungt eins og þögnin
þeldökku vetrarkveldin.
Með blik í augum og bros á vör
bættirðu sprekum á eldinn.
3.
Ef kveikirðu á arninum aftur,
ástin mín, logann bjarta
þá veit ég að kuldinn hverfur burt
sem kreppir að mínu hjarta.