Eg heyrði frá Ódáinsakri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eg heyrði frá Ódáinsakri

Fyrsta ljóðlína:Eg heyrði frá Ódáinsakri
bls.63
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Eg heyrði frá Ódáinsakri
óma í þögulli nótt.
Eg hafði setið og sungið fátt,
í sál mér var orðið hljótt.
Að augum mér viku þær vordagasýnir,
er vetur að síðustu máir og týnir.
Öll sumarsins óræktu áform
og ósungnu fagnaðarljóð
að hug mínum hljóðlát sóttu
og hurfu – sem andvana jóð.
2.
Mig dreymdi yfir dánum vonum
og djúpri þögulli sorg,
er streymdi til mín úr allri átt
frá órótt sofandi borg.
Þrá mína eg svæft hafði á sorgararmi,
minn sársauka leyst upp í tár á hvarmi.
Eg hafði setið og sungið fátt,
í sál mér var orðið hljótt.
Þá heyrði eg frá Ódáinsakri
óma í þögulli nótt.