Til Stefáns G. Stefánssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Stefáns G. Stefánssonar

Fyrsta ljóðlína:Sumarið í heiðahögum
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.31–34
Viðm.ártal:≈ 0
Til Stefáns G. Stefánssonar
flutt 12. ágúst 1917

I.

1.
Sumarið í heiðahögum
hefir á strengjum margt af lögum,
og kyrðin yrkir óð sinn hljóð.
Vetur kveður vísu á hjarni,
vögguljóðin sínu bami. —
Náttúran er landsins ljóð.
2.
Ómblær ljóðs í öilum löndum
er frá þeirrar móður höndum —
uppkveykjan að allri glóð.
Mannsins vit og mannsins hjarta
mótar hennar svarta og bjarta;
við erum hennar hold og blóð.
3.
Væringinn úr Vesturheimi,
von er að þig langsýnt dreymi,
þú átt víða vað og slóð.
Hver er svipur kvæða þinna?
Kanada og Ísland finna
afl sitt þar og aringlóð.
4.
Kæra skáld, í leiknum ljóðum
lýstir þú á báðum slóðum
innst og næst til yzta hrings.
Kærleiksband í kvæðasnilli
klofinnrar þjóðar barstu á milli
— Austur og Vestur-íslendings.
5.
Ísland þakkar yndisljóðin,
andvökunnar sterku-hljóðin,
óbrotin og þúsund-þætt.
Finnst þar á sé fossabragur.
Fjallalækur tær og fagur
segir þau af sinni ætt.

II.
1.
Skagafjörður, fjöllin háu,
fossinn, grundin, blómin smáu
heimta þig að hjartastað.
Drangey þrýstir þökk á steininn,
þakkar fyrir höggna sveininn.
ljúft er henni ljóðið það.
2.
Lynghríslan í daladrögum,
drotningin í fjallahögum
óskar að vera ein með þér.
Hún vill bjóða hrísluarminn,
hún vill hvísla inn í barminn
ljóði, sem að líkist sér.
3.
Burt úr hófi, burt úr glaumi
búa vill hún þig í draumi
upp í heiðasalinn sinn.
Burt frá skrafi og skálaræðum,
skipta á því og lækjarkvæðum,
bera þau í barminn inn.

III
1.
Komdu sæll í fjallafriðinn,
fang á sól og morgunkliðinn.
Leggðu eyra að landsins söng.
Hann er aflið ungra vona,
allra landsins dætra og sona.

Þú hefur munað þennan söng.
2.
Manstu Iíka mánann glaða
móðu kvöldsins bláa vaða
yfir hvítri, kaldri slóð.
Þráði ljós í langrökkrinu,
lék sér úti í tunglskininu,
ungur sveinn og orkti ljóð.
3.
Hér eru vorlag vöggu þinnar,
vetrarsöngur haustgolunnar.
Hér er gamla grundin þín.
Svipuð eru skýjaskautin.
Skeð getur að einhver lautin
geymi ennþá gullin þín.
4.
Sveitin þín í sumarljóma
syngur kvæði milli blóma,
stiltu þau við strenginn þinn.
Hún vill gefa blóm í barminn,
brosið leiða yfir hvarminn,
— sjá þar djúpa dráttinn sinn.
5.
Veit ’ún þegar haustið heiðir
heldur þú á vesturleiðir.
Gestur ert þó ekki hér.
Heima bæði úti og inni
ertu hjá henni móður þinni.
Og ’ún horfir eftir þér.