Snjórinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Snjórinn

Fyrsta ljóðlína:Sá eg þig áður á sundi
bls.61–62
Viðm.ártal:≈ 1800–1825
Tímasetning:1824
Snjórinn

1.
Sá eg þig áðan á sundi
þar silungar sprungu
og fugladrottningu
fiður sviðnaði.
Laugaði þig botnlaus á baki
blámi loftstrauma;
lástu með bringu breiða
bleikur í foldar-skauti.
2.
Sigldir þú frá saltheimum,
sáu það hrafnar,
snótar að biðja
hinnar segulkröftuðu;
því við broslínu brúðar
vill baða vöngum
konur hinn kinngrái;
kunnum þess dæmi.
3.
Fékkstu himinlín
höfði meyjar,
sjálfur sjálfan þig
svölu skauti;
lástu þar á ótali eggja
og útklekja vildir
ungum ítur-grænum,
þeim er aldrei fljúga.
4.
Hjarta þá blotnar í brjósti
brosfagurri meyju,
og vætan viðkvæma
að vöngum flýtur.
Í gráti þeim hinn græni
gróða-blærinn hrærist.
Spök eru tár, er eg spurða,
spegill hýrra meyja.