SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3045)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
GrýlukvæðiFyrsta ljóðlína:Grýla hét tröllkerling / leið og ljót
Heimild:Jóhannes úr Kötlum: Jólin koma. bls.5–8
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1925
Flokkur:Grýlukvæði
1. Grýla hét tröllkerlingleið og ljót, með ferlega hönd og haltan fót. 2. Í hömrunum bjó húnog horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. 3. Á börnunum valt það,hvað grýla átti gott, og hvort hún fékk mat í sinn poka og sinn pott. 4. Ef góð voru börninvar Grýla svöng, og raulaði ófagran sultarsöng. 5. Ef slæm voru börninvarð Grýla glöð, og fálmaði í pokann sinn fingrahröð. 6. Og skálmaði úr hamrinumheldur gleið, og óð inn í bæina – beina leið. 7. Þar tók hún hin óþekkuangaskinn, og potaði þeim nið´r í pokann sinn. 8. Og heim til sín aftursvo hélt hún fljótt, – undir pottinum fuðraði fram á nótt. 9. Um annað, sem gerðist þar,enginn veit, – en Grýla varð samstundis södd og feit. 10. Hún hló, svo að nötraðihamarinn, og kyssti hann Leppalúða sinn. 11. Svo var það eitt sinnum einhver jól, að börnin fengu buxur og kjól. 12. Og þau voru öll svoundurgóð, að Grýla varð hrædd og hissa stóð. 13. En við þetta lengilengi sat. Í fjórtán daga hún fékk ei mat. 14. Þá varð hún svo mikiðveslings hró, að loksins í bólið hún lagðist – og dó. 15. En Leppalúðivið bólið beið, – og síðan fór hann þá sömu leið. 16. Nú íslensku börninþess eins ég bið, að þau láti ekki hjúin lifna við. |