Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Úr hryggðar djúpi hátt til þín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úr hryggðar djúpi hátt til þín

Fyrsta ljóðlína:Úr hryggðar djúpi hátt til þín
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.293–294
Bragarháttur:Sjö línur (o tvíliður) Ferkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Úr hryggðar djúpi hátt til þín
ó herra Guð , ég kveina,
þitt blessað eyra beyg til mín,
svo bót ég fái meina.
Ef reikna viltu misgjörð manns
og muna gjörvöll brotin hans,
hver stund fær staðist eina.
2.
Af ást, sem ræður ein hjá þér,
þú illgjörð kvittar mína.
Ei gildir neitt , sem gjörum vér,
vor góðverk breiskleik sýna.
Hjá þér vor hrósun engin er,
þig óttast, Drottinn, hverjum ber
og miskunn þiggja þína.
3.
Ég allt mitt traust set æ á þig,
en ei á verðung mína,
mitt hjartað særða huggar sig
við hjartans elsku þína,
þín blessuð náð, sem eilíf er,
og orð þitt blítt mér gleði lér,
uns ævidagar dvína.
4.
Þótt dragist, Guð, þín hjálp um hríð
og hagsæld lífs mig bresti,
í trú og von þíns tíma' eg bíð,
þinn tími er æ hinn besti.
Þú veist, nær hjálpin hollust er,
í hverri neyð þá vissu mér
í huga fast ég festi.
5.
Þótt mörg og stór sé mannleg synd,
þín miskunn þó er stærri,
þín tæmist aldrei líknarlind,
þín liðsemd æ er nærri,
þú barna gætir veikra vel
og vottar skýrt þitt föðurþel,
þín náð er himnum hærri.