Við dauðafregn DR. Gísla Brynjólfssonar (d. 26. júní 1827) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við dauðafregn DR. Gísla Brynjólfssonar (d. 26. júní 1827)

Fyrsta ljóðlína:Föðurlands hlíða beltin bláu
bls.142-143
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Doktor Gísli Brynjólfsson var prestur á Hólmum í Reyðarfirði. Hann drukknaði er hann hugðist synda eftir bát sem losnað hafði frá fjörunni og rak til hafs þann  26. júní 1827.
Þórarinn Öefiords sýslumaður var kvæntur systur Bjarna Thorarensen. Hann fórst í vatnavöxtum sem urðu vegna Kötlugossins 1823.
Við dauðafregn DR. Gísla Brynjólfssonar
(d. 26. júní 1827)

1.
Föðurlands hlíða beltin bláu
sem blikið demöntum móti sól!
Og lifanda kristalls lindar smáu
lykkjaðir kringum bala og hól!
Og yðar systur Ægis þar
alsilfurtypptu dæturnar!
2.
Á yður sömu eg augum starði
sem yngissveinn á festarsprund,
en mig þann tíma ekki varði
Öefiords og Gísla banastund.
Föðurlands kæru unnir, ár!
ætt minni tvö þér slóguð sár.