Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálmur

Fyrsta ljóðlína:Þín sjást, ó Guð, um veröld víða
bls.150–151
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1800–1825
Tímasetning:1819
Sálmur
1819

1.
Þín sjást, ó Guð, um veröld víða
vísdóms, almættis, gæsku spor.
Jörð, himinn, árin, ótt sem líða,
allt hrópar: „Mikill Guð er vor.“
Hverful umbreyting innir bert
óbreytanlegur Guð að sért.
2.
Gjörvöll náttúran þannig þylur
þér dýrðar-lofsöng ósjálfráð.
Mín sála, gædd með skynsemd, skilur,
þitt skipar öllu vísdómsráð
og með trú, sem þinn andi lér,
upp til þín drottinn lyftir sér.
3.
Hvað er eg þess, að þori´ eg senda
til þín, alvaldi, huga minn,
þú, sem ert, verður, varst án enda,
vera heilög og fullkomin?
Þinn helgur andi hjarta í
hreinskilnu býr; eg treysti því.
4.
Ó, hvað þú mönnum öllum hefur
auðsýnt föðurleg kærleikshót.
Með anda þínum oss þú gefur
athvarf til þín af hjartans rót.
Það sonar-traust vér fengum fyrst
fyrir þinn son, vorn Jesúm Krist.
5.
Ó, hvað veikan það hressir huga
að hefja klökkva sál til þín.
Ekkert mótlæti mig kann buga
meðan eg veit þú gætir mín.
Allt skapað birtir almátt þinn,
alls staðar eg þinn kærleik finn.
6.
Nú sé eg glöggt þín guðdómsmerki,
gæsku, almætti, vísdóm þinn.
Hvort eg er einn í værð eða verki
veit eg að þú ert faðir minn.
Faðir, í þína föðurhönd
fel eg öruggur líf og önd.
7.
Það er sú trú sem hér í heimi
himininn opinn sýnir oss.
Það traust, ó, drottinn, gef eg geymi
guðrækni með sem besta hnoss.
Við enda lífs, mín viss er trú,
við mér sem faðir tekur þú.