Sumar og vetur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumar og vetur

Fyrsta ljóðlína:Sá-a það maður
bls.58–61
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1823
1.
Sá-a það maður
eða manns kon
ne mannskins mögur
hergang þann
er Hiti og Kuldi
léku lausum hala.
2.
Það var fyrr
en fugl kvakaði,
og barn á brjósti hvíldi,
og yrmlingur
iða tæki
mjúkt í moldarskauti..
3.
Gengust að gunnsterkir,
gnýr varð í lofti,
ótti vetrar
og vordólgur;
hlupu heiftóðir
heimsenda millum,
eirðu jörð hvorki
né uppheimum.
4.
Hrundu þá á hauður
hringar eldbrynju
og ísmöl óbráðin
jökulskjaldar.
Þaðan er á foldu
fyrst umm kominn
ennibrattur ísjökull
elds-hafandi.
5.
Varð öll skepna
aumlega stödd
milli frosts og funa,
og jórmungrund
í þeim áflogum
fór öll felmtruð saman.
6.
Aftur vil eg hverfa
þar eg áður var,
og í vatni vera;
mjúk var marsæng;
mun eg þangað
halla höfði mínu.“
7.
Þá kom ofan
sá er öllu stýrir,
friðsköpuður,
fár að leysa.
Spennti hann mund
inni meginsterku
hnitbræður hvarri;
þá var hjaldri lokið.
8.
Friðmál hann lagði
og festum knýtti
styrkum, staðföstum.
Saman batt hann báða,
en þau bönd halda
meðan stendur hauður og himinn.
9.
„Svo skulið líða
yfir lýða sjót,
annar öðrum fylgja.
æskal annar koma
þegar annar fer
uns aldir eyðast.“
10.
Svo er um það
er sorglegt þykir,
eða gleðilegt gumum;
hefir-a maður svo annað
að hitt ei fylgi:
það er ills og góðs aðal.