Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Rangæingamót | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rangæingamót

Fyrsta ljóðlína:Þú Rangárþing fagra með fossanna nið
bls.32
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 0
Rangæingamót
í Vestmannaeyjum 17. nóv. 1934.


1.
Þú Rangárþing fagra með fossanna nið
og fljótið hið breiða og stranga,
við heyrum í anda þann æsandi klið,
sem ómar um byggðina langa,
er haföldur stórvaxnar hamast við sand
og háreistar falla er nema þær land.
2.
Við minnumst þín frægasta fornsagnaláð,
þú feðranna byggð sem við unnum,
við munum þig blikandi blómknöppum stráð
í blómgandi hlíðum og runnum.
Frá árdegi lífsins við elskum þig heitt
og aldrei því gleymum, því verður ei breytt.
3.
Er vorgeislinn lék sér um lautu og hól
og ljómaði um fjallanna bungur,
það fannst okkur börnum eins fagurt og jól,
þá fagnaði hugurinn ungur.
Já, bernskan er fundvís á birtu og yl,
og björtustu geislanna leitar hún til.
4.
Við óskum þér hagsældar, blómlega byggð,
sem brosir við dætrum og sonum,
er áður þú fæddir og eyðandi hryggð
þú auðgaðir glæstustu vonum.
Svo lengi sem bárurnar brotna við strönd,
þér búsældir aukist og fríkki þín lönd.


Hallfreður
Víðir 5. jan. 1935