A 279 - Annar sálmur. Í móti ágirnd og búksorg | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 279 - Annar sálmur. Í móti ágirnd og búksorg

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 0
Annar sálmur. Í móti ágirnd og búksorg
[Nótur]

2.
„Maður, ef minnast vildir
minn dauða og pínu á,
líf eg þér lengja skyldi,
leysa þig helju frá.
Hug skaltu hjá mér festa,
hjálp veita eg þér besta
í Guðs ríki arf að fá.
2.
Greiddi eg ei gullið rauða
í gjald til lausnar þér,
bætti eg með dýrum dauða
drambar þú þó við mér.
Í heimi sjóð þér safnar,
sáluheill þinni hafnar,
mitt ráð það ekki er.
3.
Þótt auð girnist hér græða
gleymandi minni ást
rán skal og ryð því eyða.
Raun eilíf mun síðar sjást,
hún skal svo heldur hirða
huggun auma ei firra.
Geymsla sú þér gegnir skást.
4.
Lítast liljur á túni
lystugar sjónum manns,
eru þó ei það launi
allfagrar hjá frjóvgun lands.
Væri Salómons sóma
samjafnað við þann blóma
skjótt ber hún þó af skarti hans.
5.
Um loftið fuglar fljúga,
fagnandi hreiðra sig.
Refar fá hvíld vel hæga
hreysi þeim sæmilig.
Ei eitt af heimi eg hafði
að halla að mínu höfði,
alls ekki nú þó þrýtur mig.
6.
Himin og hauðrið líka
hef eg í valdi mín.
Fólk það vill frá mér víkja
sem frelsaði eg undan pín
út af Egyptalandi
með öflugri minni hendi
í fyrirheits land leidda inn.
7.
Víl og volkinræði
vel þjónandi varist þér
að hafa um föt og fæði.
Forhyggja mín sú er
yður fátækt að forða,
frosti og hungri að varða
að vísu til þess treystið mér.
8.
Látið yður nú líka
lán mitt og fengið fé.
Míns föðurs forsjón ríka
fær yður björg svo nóglig sé
svo að þér efist eigi
að á síðasta degi
framkomið fyrir Kristí kné.“
9.
Lof, þökk og heiður hæsta
hvör mann Guði syngja á.
Um þá ástgjöf stærsta
orð hans þau nú læra má
sem komu af Kristí munni.
Kærleiki hans oss unni
eilífri sælu síðar ná.