A 269 - Enn bæn í hörmungu og mótgangi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 269 - Enn bæn í hörmungu og mótgangi

Fyrsta ljóðlína:Ó, Jesú Krist, Guðs einka son
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: aabbcc
Viðm.ártal:≈ 0
Enn bæn í hörmungu og mótgangi
Má syngja sem: Faðir vor.

1.
Ó, Jesú Krist, Guðs einka son,
endurlausn mín og náðar von,
eg vesæll maður vitja þín,
veit öllum bauðst: Komið til mín
hvörjir sem reynið hryggð og neyð.
Hjálp mín er lausn við synd og deyð.
2.
Líkn og vernd yðar vera skal
við Guð, minn föður, sætta vel.
Fyrir mitt orð og anda gef
yður kvittun og eilíft líf.
Eg set minn hug á orðið þitt,
upplýs og hugga hjartað mitt.
3.
Án þín kemur mér ekkert lið,
angraður þína eg miskunn bið.
Fyrir þitt blessaða blóð og fórn
sem burt tókst synd og dauða vorn.
Í dýrð þinni mín minnstu nú,
mildasti Guðs son einn ert þú.
4.
Fyrir mótgangi eg mestum varð,
mín neyð sé þér af hjarta kærð.
Forlát mig ei í eymdum þeim,
aðstoðarlaus er nú í heim.
Umsjón veit mér af ást og náð.
Eg gef mig þér og allt mitt ráð.
5.
Stoð mín og skjöldur ertu einn,
endurlausn, von og prestur hreinn.
Bið nú fyrir mig föður þinn,
flyt honum orð og mótgang minn.
Lífsins velferð og andar frið
í þinni bæn mér veitir Guð.
6.
Brot og syndir þá mæða mig
mín trú er veik og vesællig.
Ekkert mitt hjarta hugga kann,
hræðist afgang og sjúkleikann.
Allar skepnur mér flýja frá,
friða og gleð minn anda þá.
7.
Óvinar vald ei angri mig,
öll von og trú mín er á þig.
Hryggur andi og hjarta klökkt
heitir fórn sú þér líkar glöggt.
Þá hér skilst önd við holdið mitt
helgi mig dýra blóðið þitt.
8.
Náð þín gefi mér góða stund,
geym mína sál í þinni hönd.
Eins bið eg, Guð, að börnin mín
blessi og geymi miskunn þín.
Kristnu hjörð þinni halt þú við,
hreinan lærdóm og góðan frið.
Amen.