Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 237 - Ein kristilig áminning til leiðréttingar og yfirbótar vors syndsamligs lífernis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 237 - Ein kristilig áminning til leiðréttingar og yfirbótar vors syndsamligs lífernis

Fyrsta ljóðlína:Vaknið upp kristnir allir
bls.CLXIIv-CLXIIIv
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCCd
Viðm.ártal:≈ 0
Ein kristilig áminning til leiðréttingar og yfirbótar vors syndsamligs lífernis
Má syngja sem: Vak í nafni vors Herra.

1.
Vaknið upp kristnir allir,
óhófi sjáið við.
Af hjartans rót ákallið
eilífan föður Guð.
Ellegar hefnd hans mætum
og hverfur oss í frá
utan syndum aflátum.
Iðrunst og lifnað bætum,
mestu ógn munum sjá.
2.
Sitt orð Drottinn oss sendi,
sú náð var mildilig.
Þó er á oss sú blindni,
í synd hvör eykur sig.
Engin umvöndun batar
utan Guð hefni hart.
Hans þjóna heimur hatar,
heilagri kenning glatar.
Eitthvað vill verða snart.
3.
Óduld er allra sjónum
illska sem ríkir nú
hjá bændum, þegnum, þjónum,
þiggja ei ráðin trú.
„Hvað varðar oss um klerka?“
ansa nú sérlátir.
Þeir vekja villu sterka,
vora þörf skulum verka.
Kenni þeir sjálfum sér.
4.
Frá heims upphafi Herrann
hataði syndir mjög.
Grimm komu gjöldin þeirra,
gengur nú sama veg.
Ef syndir svo ei þjáum,
sem sagt er Nínive frá,
heiftar hirting sjáum,
hefnd og straff vér fáum
sem þeir í Sódóma.
5.
Gyðinga þrjósku þjáði,
þá forgefins var kennt,
höfnuðu Herrans ráði
hvað Guð þeim hafði sent
fyrir spámenn og fróða
Johannem Jesúm mest,
síðan hans sveina góða
sannleiksorð lét þeim bjóða.
Ætt Júda afmáð sést.
6.
Undir Tyrkjans ógn stöndum,
ei veit nær komin sé
drepsótt í öllum löndum,
óbirgð og hallæri.
Af hvörjum aðstoð þiggjum?
Eilífi faðir kær,
utan þitt lof upp byggjum,
iðrunst og synd af leggjum.
Grimmliga glötunst vær.
7.
Enginn í blindleik bíði,
betri nú hvör sitt ráð
svo hirting Guðs hjá líði
sem höfum forþénað.
Vel megum plágu vita,
vönd Guðs sem gengur nú.
Ei vildum fyrr á líta
ást Guðs né gjarnan nýta.
Því kom oss þjáning sú.
8.
Ráðleggja yður látið
löstu að skiljast við.
Af réttri iðrun grátið,
illverk og vondan sið.
Heilagri umbót heitið,
hyllist Guð hér í frá.
Mest að hans orði leitið,
eftir því gjarna breytið.
Hann vill oss vera hjá.
9.
Heill og náð hann oss gefur
hlýðna ef fær oss séð.
Í eilíft líf upphefur
öllum Guðs börnum með.
Því er skylt til vor tækjum
tryggð Guðs og miskunn hans.
Þá náð aldrei órækjum
eftir henni helst sækjum,
hötum syndir til sanns.
10.
Jesúm Krist, son sinn blíða,
sendi Guð öllum oss,
lét hann fyrir oss líða
last, heift og kvöl á kross
svo náð oss öllum sýndist.
Í dauða líf sitt gaf,
fyrir oss auma píndist
án þess mannkyn allt týndist.
Hann hjálpi oss eymdum af.
11.
Svo annars heims ei deyið
ákallið Jesúm Krist.
Hans náð þér erfa eigið
eftir veraldarvist.
Langa mæðu þér líðið,
leitið því Drottni að.
Orð hans elskið og prýðið,
öllum hans vilja hlýðið.
Guðs náð oss gefi það.
Amen.