Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Enginn heyrði og enginn sáFyrsta ljóðlína:Enginn heyrði og enginn sá
Höfundur:Höfundur ókunnur
bls.238–240
Viðm.ártal:≈ 1550
Flokkur:Helgikvæði
Skýringar
Kvæðið er varðveitt í AM 713 4to, bls. 40–41, og er þar án fyrirsagnar. Árni Magnússon hefur skrifað kvæðið upp í AM 711a 4to, bls. 109–116, og hefur þar skrifað við það: „Þessar Mariuvisur eru uppskrifadar ur þeim rotnu kalfskinns blódum in 4to fra Sr. Olafi Gislasyni ä Hofi i Vopnafirde“).
Afskriftir með samræmdri stafsetningu eru í AM 920 4to eftir Steingrím Thorsteinsson og í Lbs 2166 4to eftir Pál Eggert Ólason. (Sjá Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 238) Fimmta og sjötta lína eru viðkvæðið og rímar fimmta lína langsetis: „Máría frú líknar brú“ 1. Enginn heyrði og enginn sá,engin tungan greina má hversu að dýr er drottning sjá, drottins móðir, Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
2. Dýrðarfull er drottning sjá,drottins móðir, Máríá, svo er hún fögur sem sól að sjá, signuð jungfrú Máríá, Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
3. Heiminn allan hugga má,himnaríkis brúðurin sjá, vær hljóðum slíkt í hverri rá, hjálpi oss jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
4. Undir djúpi, yfir og á,öllu ræður Máríá með himnakóngi um heima þrjá, hefur í valdi Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
5. Um heimsins byggð og *himininn bláheiðrast jungfrú Máríá, menn og englar mæla svá að móðir Guðs sé Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
6. Engils kveðju eg vil tjá,ýtar bið eg að hlýði á, vegliga syngi, virðing þá, versið, ave Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
7. Mann og Guð bar Máríá,mær fyrir burð og eftir á, af guðdóms sáði getin var sá guðsson og *þinn Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
8. Sínu barni situr í hjásignuð jungfrú Máríá, hjartans gleði er að horfa upp á, hún faðmar son sinn Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
9. Fyrir þinni mynd vil eg frammi stá,frú skínandi Máríá, falla þér til fóta og knjá, full miskunnar, Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
10. Prúðust plena gracia,*pura virgo Máríá, með þér er Guð, sem eg greini frá, gleðilig jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
11. *Brúða á milli benedicta,burðug celi regina, blessaðan ávöxt bartu þá, fyrir brjósti þínu, Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
12. Til þín vil eg helst hjálpar ná,heiðra þig sem eg kann og má, vináttu þína vilda eg fá, veglig jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
13. Því vil eg trúa og það vil eg tjá,þar vil eg gjarnan treysta upp á, af þér mun eg hjálp og huggan fá, helgust jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
14. Þá kroppurinn verður að köldum ná,kom þú til mín, blessuð, þá, leið þú öndina af líkama frá, lofsæl jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
15. Hamingju alla hreppi sáer hlýðir þessar vísur á, fái hann gleði en gleymi þrá, gefi það jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú.
16. Lýðafjöld um lönd og sjá,lofa þig allir, Máríá, per omnia secula, ágæt jungfrú Máríá. Máríá frú, líknar brú, minnar sálar minnstu nú. Athugagreinar
5.1 heimenn] > himinenn AM 711a 4to.
7.4 þig] > þinn leiðrétt. 10.2 puer] > pura AM 711a 4to. 11.1 Brudur] > Brúða leiðrétt. |