A 139 - Lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 139 - Lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Jesús Kristur er vor frelsari,
bls.Bl. LXXXVILXXXVIJr
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) ferkvætt: AAbb
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Framan við sálminn stendur: „Út af Herrans Jesú kvöldmáltíð.“ Sýnir það um hvað næstu sálmar snúast.

Lofsöngur
S. Joh. Huss.

1.
Jesús Kristur er vor frelsari,
sem frá oss Guðs reiði sneri,
með sinni sáru kvöl á kross
keypti hann úr vítis pínu oss.
2.
Að því skyldum aldrei gleyma,
oss bauð eta sinn líkama,
í litlu brauði byrgður er,
blóð hans í víni drekkum vér.
3.
Hvör sem vill þá máltíð þiggja,
þeim ber vel að sér að hyggja,
sá ómakligur meðtók það
mun dauða fá í lífsins stað.
4.
Heiðra Guð himneskan föður,
hvör af náð þig svo vel seður
og svo þú leystist syndum af
son sinn fyrir þig í dauðann gaf.
5.
Trú þú rétt svo ekki efist,
óstyrkum sú fæða gefist,
hvörra samvisku syndin lýr,
sorg og mæða í hjarta býr.
6.
Soddan náð og mjúka mildi,
mæddur hugur finna vildi,
er þér vel svo vert þar frá
við stórri kvöl svo megir sjá.
7.
Jesús til sín öllum býður:
„Eg vil miskunn veita yður.“
Heilir girnast ei græðarann
gagnlaus líst þeim sú mennt hann kann.
8.
„Ef þér lausn útvega kynnir,
ei var þörf á þínu minni,
hvað skal þér mín máltíð þá,
megnir þú sjálfur hjálp þér að fá.
9.
Ef þú trúir af hug hreinum
og játar með munni þínum,
vel skikkaður þá virðist þú,
vermir sál þína fæða sú.
10.
Ávöxt þennan áttu að sýna,
elska skalt náunga þína,
að þeim gjarnan aðstoð sért,
eins og þinn Guð hann hefur þér gjört.“