A 138 - Einn bæna sálmur að syngja þegar börn eru skírð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 138 - Einn bæna sálmur að syngja þegar börn eru skírð

Fyrsta ljóðlína:Einn bæna sálmur að syngja þegar börn eru skírð
bls.Bl. LXXXVIr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Einn bæna sálmur að syngja þegar börn eru skírð
Með lag: Halt oss, Guð, við þitt helga orð.

1.
Þú varðst fyrir oss eitt ungbarn,
ó, Jesú, Herra náðargjarn,
af hreinni jómfrú fæddur ert,
fólk þitt svo hefur hólpið gjört.
2.
Ungbörn hefur þú ei forsmáð,
á fundi þínum fengu náð,
yfir börnin hefur þú hendur lagt,
blessað þau, faðmað og svo sagt:
3.
„Látið börn mega til mín ná,
meinið þeim ei minn fund að fá,
himnaríki eign þeirra er
og allra sem eru þvílíkir.“
4.
Þetta barn þér bífalað sé,
blíði Jesú, vor lausnari,
í þína kristni það innleið,
þyrm og frelsa frá allri neyð.
5.
Ætíð hlíf því með englum þín
frá ólukku, slys og pín,
með þinni ást og mildri náð
miskunna því og blessa það.
6.
Veit því með aldri vöxt og spekt,
að verði hlýðið þér og þekkt,
og lifi hér heilagliga
hjá þér síðar ævinliga.
Amen.