A 137 - Annar lofsöngur af innsetningu heilagrar skírnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 137 - Annar lofsöngur af innsetningu heilagrar skírnar

Fyrsta ljóðlína:Svo elskaði Guð auman heim
bls.B. LXXXv-LXXXVIr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Annar lofsöngur af innsetningu heilagrar skírnar
Tón: Halt oss, Guð, við.
Séra Ólafur Guðmundsson.

1.
Svo elskaði Guð auman heim,
að einka son sinn gaf hann þeim,
að allir sem trúa á hann einn
eilíft líf hafi, ei tapist neinn.
2.
Jesús Kristus, vor Herra kær,
kom heimi til miskunnar,
sínum postulum sjálfur hann
sagði hjálpræðis lærdóm þann.
3.
Nema hvör einn endurfæðist
af vatni og Guðs anda víst,
Í Guðs ríki kann ei fá
inn að ganga og það að sjá.
4.
Holdligt er allt af holdi fætt,
hjálplaust, bölvað ef ei er bætt,
hvað andinn fæðir andligt er,
endurnýjung sú réttlætir.
5.
Því farið út um allan heim
til allra þjóða, kennið þeim
friðarlærdóm og fögnuð þann,
fullnaðarlausn eg öllum vann.
6.
Hvörjir sem þiggja þessi ráð,
þeim skuluð veita skírnar náð,
í nafni föður og sonar
og anda Guðs sem allt helgar.
7.
Eins sem eg hefi yður sett
allt kennið þeim að halda rétt,
í trú, kærleik og kristnum sið,
kvöl og hörmung ei skelfist við.
8.
Hólpinn skal vera hvör og einn
sem hefur trú og helga skírn,
hvör ei hefur þá trú og traust
tapaður verður endalaust.
9.
Sjá eg vil yður vera hjá,
voða og djöfli frelsa frá,
allt þar til veröld endast á,
eilíft líf skulu þér þá fá.
10.
Vor Herra Jesús, varðveittu,
veika kristni í réttri trú,
leys oss frá allri andar neyð
í himnafrið og fögnuð leið.