Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Elli sækir Grím heimFyrsta ljóðlína:Elli gamla fer um Frón
Höfundur:Þorsteinn Erlingsson
bls.15
Viðm.ártal:≈ 1900
1. Elli gamla fer um Frón,fala marga gripi lætur: höfuðóra, svikna sjón, sálarkröm og valta fætur.
2. Hún hafði fært þeim fram um Nesfirna stóra vörubyrði; þrammaði’ hún nú og þungan blés þaðan upp úr Hafnarfirði.
3. Varpar hún þá á vinstri hliðvonar-augum sigur-glöðum: „Skal nú Elli skipta við skáldið gamla’ á Bessastöðum.“
4. Það er best að þulur sáþiggi nesti hærum sínum; slíkum flestum herrum hjá hefur lést í drelli mínum.“
5. Þangað heim hún hróðug gekk,hafði nægð af varning góðum: lúa’ og ergi’ í ámu-sekk, elliglöp í fjórtán skjóðum.
6. Glaður í skapi Grímur var,gesti lét í stofu bjóða; hressing vill hann þægi þar þyrsta konan göngumóða.
7. Full hann hellir staupin stór,stóð þá kelling öll á nálum, þegar svellur Boðnar bjór borinn Elli á silfurskálum.
8. Þeim varð dátt við drykkinn hans,dönsuðu nú sem allra kærast, unz á gang hins gamla manns glímubragur tók að færast.
9. Kelling hafði áður íöðru hnénu forna mæði. Hver vill eiga undir því, að hann fái gigt í bæði?
10. Því fór Elli að þrútna kinn,þótti heldur kárna gaman; pyngir hún nú i poka sinn pytlingunum öllum saman.
11. Kveður hún svo við kaupin slík,kvaðst þá gamla Elli-tetur rölta nú inn í Reykjavík, reyna hvort þar seldist betur.
12. Seinna þetta sama kvöldsönglaði’ hún inn með Skerjafirði: „Kraftur handa heilli öld, – Hrólfur – tíu skálda virði!“ |