Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Formannatal við Drangey vorið 1864 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannatal við Drangey vorið 1864

Fyrsta ljóðlína:Verður mér sem við ber títt
Heimild:HSk 46 8vo.
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
Tímasetning:1864
Flokkur:Formannavísur
1.
Verður mér sem við ber títt
vinarbón að gegna,
*styrkum mér að stefjum lítt
stjórnara bera upp talið nýtt.
2.
Yfir líra löndin þrenn
langri Dranga að eyju
humra mýrar hryssum enn
hingað stýra þessir menn.
3.
Menntaríkur mannvinur
marar héra stýrir,
er *fastríkur *kólguknur
Keflavík frá Sigurður.
4.
Allvel metinn ýtum hjá,
úðar - prúður - ljóni
Reykjum Pétur fremri frá
falda setur drafnir á.
5.
Fjalli Hlíðar frá með lið
fer á knör Guðmundur,
úðar klið að æðrast við
áls á miðum prúðmennið.
6.
Einn er smiður ágætur
að vik Hafsteinsstöðum,
bleikju miðum bráðkunnur
Bjarna niður Sigurður.
7.
*Strix með höðum sækir sjá
sinnugur en þó gætinn,
*hárg þó löði kólga kná,
Kimbastöðum Jónas frá.
8.
Sauðá hraður brjótur brands
brá sér frá Þorlákur,
lengi vaðar vill ei stans
vinnumaður hreppstjórans.
9.
Knör að fleyta hagvirkur
frá Heiði réð í Skörðum,
karfareitum kunnugur,
kenndur Teiti Guðmundur.
10.
Flugmenntaður fer að sjá
fyrr hreppstjóri og smiður
birni vaðar *bentum á
Bjarni Daðastöðum frá.
11.
Stjórnarhald við hagvirkur
Hóls- frá rólar -koti
hann Rögnvaldur vel menntur,
vegi mjaldurs kunnugur.
12.
Er frá stöðum Ingveldar
iðinn siðaprúður,
Stefán löðurs sterkum mar
stýrir að jöðrum Drangeyjar.
13.
Fleka að egna, fugl að þjá
fer oft hér Ólafur
ungur þegn um þorska lá
Þorleifs vegna Reykjum á.
14.
Enn að vanda sækir sjá
sval þó *elist Kára,
Siglir banda *svofnir á
Sævarlandi Jónas frá.
15.
Símon ramur Fossi fjær
ferju um skerjaveldi
stefnir fram til stjórnar fjær
storms af ham þó bólgni sær.
16.
Sölvi talinn Sölvabur,
sá er frá Hvammkoti,
fullvel valinn formaður
um flyðruveldi kunnugur.
17.
Læk- frá -borgar Benóní
bárudýri ræður,
yfir þorgur *þorskaský
þó að orgi dröfn óhlý.
18.
Sér þó hefring bylti blá
og bátinn faldi hvítu
verja *stefring mastra má
Magnús Efranesi frá.
19.
Beitir kjalrar birnu um sjá
Bal[d]vin haldinn vanur
limabalda lundur sá
Lóns- er talinn -koti frá.
20.
Þó að sjávar syrti hríð
seiðir víða Kristinn
títt á ráar tauma skíð
Tjörnum frá í Sléttuhlíð.
21.
Jafnan heppinn Jón í Bæ
*japgeka *keypa stýrir,
talinn þekkur ýtum æ
afla hreppa úr djúpa sæ.
22.
Þönglaskála frægur frá
fer Jón hér að veiðum.
Björg í ála sækir sá
sumar *þjála og vetrum á.
23.
Hölda ríður hér að sjón
hart frá Naustakoti
essi Víðis áls um frón
ölduskíðasmiður Jón.
24.
Er Nýlendi farinn frá
frómur Tómas líka
björg í hendur *fanti að fá
*fiski vendi stjórnar á.
25.
Gekk Óslandi Gísli frá
gnoð á voð faldaða,
reyðar sandi aldrei á
óttast grand af stormaþrá.
26.
Fjalars knör á full sérhvar
formenn vorir standa
sem með börum *bengríðar
búa á Fjöru Drangeyjar.
27.
Öllum þessum þegnum hjá
þeirra og knarra *búi
í *gengi og *sessi um lönd og lá
lifi blessun drottins *þá.