Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bólu-Hjálmar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bólu-Hjálmar

Fyrsta ljóðlína:Það dundi svo þungt sem græðis-gnýr
Höfundur:Einar H. Kvaran
bls.12
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Það dundi svo þungt sem græðis-gnýr
er gengur að ofsaveður,
er himinninn yfir hamförum býr,
en hafaldan innganginn kveður;
aldrei það hrein eins og heimskingjans mál,
þess hljómur var traustur og styrkur;
og það læsti sig gegnum líf og sál
eins og ljósið í gegnum myrkur.
2.
Fer um farinn veg
förumaður,
hangir mussa
af herðum niður,
að baki liggur
beiningapoki;
ríkisfólkið
þar roð sín felur.
3.
Tign er á enni –
tötrar á brjósti,
eldur í augum,
aflleysi í fótum;
fylkis er svipur –
framrétt er höndin;
spakmæli á vörum –
spjátrungar flyssa.
4.
Augun sáu ekkert,
er ætti hann,
störðu með grátbæn
á gjafir ríkra.
Andinn sá öflugar
undra-myndir,
samboðnar honum. –
Þær sjálfur hann átti.
5.
Akrahreppur
hve má borga
mola þína
þótt myldir smátt?
Tárin hans heitu
hlýi þeim jarðveg;
þú fær því fleiri
fóðurstrá.
6.
Harmstunur hans
hljómi þér við eyra,
Ísland er kvelja vilt
afbragðsmenn.
Þá væri goldið
með góðu hið illa.
Og ég veit að það Hjálmars
verður hefnd.
7.
Því orð hans er þungt sem græðis-gnýr
er gengur að ofsaveður,
er himinninn yfir hamförum býr,
en hafaldan innganginn kveður;
aldrei það hrín eins og heimskingjans mál,
þess hljómur er traustur og styrkur;
og það læsir sig gegnum líf og sál
eins og ljósið í gegnum myrkur.