Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Viðm.ártal:≈ 1850–0
Hjartans auðmýkt í voninni
Lagið: Mitt traust á guði glaðvært er. 1. Mínu örmagna hjarta hér,herra minn Jesú, upp að þér halla ég hvíld svo fái. Elsku faðm þínum að mér snú, iðrandi kem ég til þín nú, miskunnsemd þína þrái. 2. Öll veistu minnar andar mein,iðrandi bænar heyrir kvein og mér um náð ei neitar, að frelsa kominn ert í heim, útskúfa vilt ei nokkrum þeim í trú sem til þín leitar. 3. Réttlætis ertu sanna sól,sálunni athvarf, vernd og skjól synda þá sorg oss neyðir. Greitt hennar lífsins götu fær þinn guðdóms náðar ljóminn skær, er þú mót öllum breiðir. 4. Guð minn, þú allar syndir sér,sem ég hef framið móti þér um alla ævi mína. Einn veistu hvað nú angrar mig að ég svo þráfalt styggði þig er átti elsku að sýna. 5. Reitt þó hafi til reiði þigrangláta ekki straffa mig eins og til unnið hefi. Ótalföld heldur afbrot mín, endurlausnarans fyrir pín, miskunn þín mér tilgefi. 6. Innvortis þá mig angur sker,ekkert hugsvalað getur mér í synda eymdum mínum nema þinn dýri dauði á kross, drottinn, er leiðstu fyrir oss og andar eyddi pínu. 7. Endurlausnari mildur minn,mig lát ei framar nokkurn sinn ást þína af mér brjóta. Innræt svo þína elsku mér, að jafnan geti hlýðnast þér, þá mun ég huggun hljóta. 8. Tára meðan ég dvel í dal,drottinn ég þig ákalla skal í hvörs kyns eymd og mæðum, líka þá endað lífið er, leyf mér um eilífð færa þér lofgjörð á himna hæðum. |