Bæn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bæn

Fyrsta ljóðlína:Af náð og elsku þinni
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt:AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1850–0
Flokkur:Bænir og vers
Bæn
Lagið: Allt eins og blómstrið eina.


1.
Af náð og elsku þinni,
Ó, Jesú gef þú mér,
þá lífstund linnir minni
lifa í dýrð hjá þér,
hjálpa mér vel að vera
viðbúin hvört eitt sinn
þó kynni brátt að bera
burtfarartími minn.
2.
Vísdóm ef þóknast þínum,
þar á að verði bið,
vanmegna veikleik mínum
veiti þinn máttur lið
svo ég með hegðun hreina
haldi mér fast við þig,
heims lát ei hugsun neina,
hindra frá slíku mig.
3.
Hvað sem að mér þá mætir
mótdrægt um ævistig,
veit ég að vel mín gætir,
verndin þín guðdómlig,
vonglöð og ánægð er ég,
nær elskað þig hér hef,
í frið svo héðan fer ég,
og frelsarans náð mig gef.