Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Meðan að ævi mín ei þver | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Meðan að ævi mín ei þver

Fyrsta ljóðlína:Meðan að ævi mín ei þver
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1850–0
Flokkur:Bænir og vers
Bæn
Lagið: Um dauðann gef þú drottinn mér.

1.
Meðan að ævi mín ei þver,
miskunnar þinnar leita,
drottinn ég vil af hjarta hér,
hjálpa mér svo að breyta,
eins og hér skilja ætti við
umvendun sanna, náð og frið,
virðstu mér nú að veita.
2.
Andlegum deyð og dofa frá,
drottinn þín náð mig geymi,
því ég ei veit nær enda á
er mín lífstund í heimi,
í lifandi trú að lifa hér,
lífs meðan tími endist mér,
gef þú ég aldrei gleymi.
3.
Drottinn! láttu mitt hjarta hér
við heiminn fast ei vera,
en lyst og krafta auk þú mér
ætíð þinn vilja gjöra.
Gef jafnan hugsi ég heim til þín,
hvar ég fyrir míns Jesú pín
um eilífð vona að vera.