Söngur Áslaugar í lok Nýársnóttarinnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Söngur Áslaugar í lok Nýársnóttarinnar

Fyrsta ljóðlína:Vér álfar erum ímyndanir fólksins
bls.118
Viðm.ártal:≈ 0
Vér álfar erum ímyndanir fólksins,
og höfum ávallt lifað hér í landi.
Í fornöld vor' oss búin blót í hofum,
að árið yrði gott, að fengist friður,
og sólskin léki um lauka. — Ímyndunin er
til mestu gæða máttug. Álfar eru
hin leynda sál og líf í kletti og hólum,
sem fólkið skapar. — Ómar erum vér
frá hörpu fólksins, sem með stilltum strengjum
því eyra veitir unað, sem að heyrir,
og ljóð af munni fólksins öll við erum.
Vér sýnum oss og komum hér í kvöld,
að minna á lands vors sál og og landsins óð.
Vér tökum orð frá tungurótum lýðsins,
og reynum fólksins hörpustrengi að stilla.
En bæði skortir hugarflug og handlag,
að vekja óminn, sem að hjörtun hrærir.
Vér komum til að mála miklu skýrar
draumamyndir, dreymdar helst í vöku,
svo þjóðarljóðin þagni aldrei framar.
Ef harpan þagnar, dísir allar deyja. —
Í bæ er dauft, ef hugsjón öll er horfin,
og matarstritið guðar á hvern glugga,
þá fer, sem áður fegurst skáldljóð sungu,
að:
„Fólkið deyr, ef hverfa ljóð af tungu.“