Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Um stórubóluFyrsta ljóðlína:Sóttin var bæði sár og þung
bls.160–162
Viðm.ártal:≈ 0
Skýringar
Í formála Gísla fyrir vísunum hefur hann skrifað að vísur Þormóðar í kvæðinu séu 37 en hefur aðeins 9 þeirra í þætti sínum. Ekki er vitað til að fleiri séu nú varðveittar úr kvæði Þormóðar.
Þormóður kveður um stóru-bólu Nú gekk in mannskæða mikla bóla í landi hér 1707 er stóra-bóla er kölluð. Hefir Þormóður ortan sálm um sótt þessa mjög andlegan; eru í honum 37 vers; telur hann, að í hverju húsi væri hörmung mikil og harmur stór, og mest dæi barna, og þungaðar konur allflestar fæddi börn sín fyrir tíma, sem hann kveður: 1. Sóttin var bæði sár og þung,sérdeilis fyrir börnin ung; óléttar konur allflestar, yfir sem krossinn lagður var, fóstur sín ólu í fári og neyð, fullkomnaðist ei tímans skeið. Hann segir, að margir köfnuðu, svo mjög fylltust kverkar þeirra, og með tvennu móti fengi menn bóluna; kæmi hún ekki út á sumum og dæju þeir allir, sem hann segir hér: 2. Með tvennu móti það tildró sig,tók suma neyðin hastarlig, svo geyst með verkjum svíðande sem yfir gjörvallt megn það sté, sér kunnu ekki að sýna lið, sjálfan drottinn um vægð eg bið. 3. Fáir bóluna fengu þeir,furða mátti það ennþá meir, svartir flekkir sem sýndust á, sviðaverkurinn píndi þá, andvörpuðu af innsta móð upp til drottins með sárleg hljóð. 4. Allt heyrandi guðs eyrað er,allt sjáandi, hvað þurfum vér, allt verjandi guðs ástarhönd allra þeirra burt leiddi önd í alla sælu og allan frið, alla mæðu svo skiljumst við. Hann getur og þess, hvað sóttin fór ótt yfir, og hvað menn dóu skjótt, sem hér segir: 5. Svo ákaflega sóttin stríðsveina hún greip á þeirri tíð, í augnabliki altekner önga stoð kunnu veita sér, fjórar eyktir og fimm sú neyð framleiddi þá í sáran deyð. Þormóður segir og, á mörgum bæjum lægju allir heimamenn jafnsnemma, og inn kæmi bólan á Eyrum suður í júlímánuði, og svo hve ótt gekk mannfallið, að ekki yrði hlé á nætur né daga, og getur þess, að hann væri þá eitt sinn staddur að Ingjaldshólskirkju, þar fjórtán lík væri jörðuð í senn, og meðan á því stóð færð 3 lík í kirkjuna, og þó lægju enn elefu lík á börum í sókninni, sem hér segir: 6. Að Ingjaldshólskirkju eitt sinn þáeg var staddur, sem greina má, að þar lagða til legstaðar líkami sá eg fjórtán þar einn eftir annan útborinn; ó, hvað særði það huga minn. 7. Meðan þeim veittist minning sú,menn báru inn í kirkju þrjú þeir, er sögðu, að þó væri þar enn ellefu í sókninni önduð lík, sem ekki heim urðu borin á degi þeim. Hann segist og verið hafa við Laugarbrekkukirkju, þar 15 voru jarðaðir í einu, og kveður svo: 8. Á Laugarbrekku ég líka sálagða til hvílu tólf og þrjá inn í guðs barna anda reit, alla í senn eg gjörla leit; sárlega margur sig þá bar, sérdeilis þeir sem voru þar. Hélt þá Breiðuvíkurþing Guðmundur Jónsson frá Staðarhrauni; var fyrri kona hans Þorkatla Þórðardóttir, Steindórssonar og Ragnhildar Þórólfsdóttur frá Skálmarnessmúla, og dó hún nú í bólunni; fékk Guðmundur prestur ári síðar Helgafell, og farnaðist þar miklu miður, en Nesþing hélt Jón prestur, norðlenskur maður, son Björns prests gamla á Hvanneyri í Siglufirði. Síðan kveður Þormóður um mannfall hið mikla í bólunni, og telur hann, hvað margir látist hafi hér á landi. 9. Af þér er gengið gott mannval,greina þann fjölda nú eg skal, en nær hver missti hraustan her hartnær(r)i seytján þúsunder, í einu slagi ef að það brást enginn mundi þá lengur slást. En það telja þó árbækur, að 18 þúsundir dæju á landi hér í stóru-bólu. En ári síðar dóu menn norðaustur á landi, er Þormóður hefur þá ekki að líkindum spurt, er hann kvað sálminn. |