Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Íslands minni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslands minni

Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
bls.20–21
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1892

Skýringar

„Þetta kvæði er ort til að syngjast fyrir minni Íslendinga á skólahátið 8. apríl 1892 en vissra orsaka vegna var kvæðið ekki sungið þar.“
1.
Vort elskaða land, sem úr leginum blá
þér lyftir á föstum bjargastoðum,
sem jökulfald teygir mót himninum há,
en hjúpar þinn fót í báruvoðum;
þar eldfjallið gnæfir með ísþakinn tind,
þar iðar nið’rum dalinn hin tæra, hreina lind,
Ó, Ísland! þig elskar hver þinn sonur.
2.
Þú fóstraðir kappanna frjálsbornu sveit
á frelsisins söguríku tíðum,
er dörinn við skildina dreyrroðinn hneit
og dafnaði hreysti og fjör hjá lýðum;
– þeir hjuggust á velli svo bogaði blóð
við brjóst á menntadísunum kváðu margan óð
og heimsfrægar sömdu kappasögur.
3.
Þótt langvinnar þrautir þinn lömuðu mátt,
þótt liðirðu’ um aldir kúgun stríða,
þá berðu samt ennþá við heiðloftið hátt
þitt höfuð með svipnum bjarta, fríða.
Ó, ástkæra móðir! Ó, elskaða land!
hver alda blá, sem kyssir þín sker og dökkan sand,
hún flytji þér frelsi nýtt og gæfu.
4.
Ó, feðraland! vefji þig farsældar gnægð
frá fjalltindi nið’rað sjávarbugum,
og vegur þinn aukist og vaxi þín frægð!
– hún vex og blómgast ef vér sjálfir dugum;
ef aðeins með kappi vér vinnum vor verk,
þá víst er það að tíðin er nógu rík og sterk,
að veita þér vegsemd, auð og frama.
5.
Þótt eigi vér berjumst með brandi og rönd,
og burtu sé hetjuöldin forna,
þá tökum vér nútímans hjöri í hönd
mót hlekkjárnum öllum til að sprona.
– Þú fékkst oss með eldinum funa í barm,
með frosti þínu djörfung og þol og kraft í arm;
– vér helgum þér hugsun, líf og krafta.