Friðarstundir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Friðarstundir

Fyrsta ljóðlína:Mörg liggja nú fallin hin litskæru blóm
bls.94
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1920
1.
Mörg liggja nú fallin hin litskæru blóm
frá ljósmildum æskunnar dögum,
en þegar að hugur fær tíma og tóm
hann tínir þau saman og hlustar á óm
af burtliðnum söngvum og sögum.

2.
Þótt skúrir og frostnætur skiptist við yl
það skerðir ei minningu friðinn,
því fagurt er allt, sem að æskan nær til
og indælla rís það úr fortíðar hyl
hvert árið uns ævin er liðin.

3.
Því er það svo tíðum að einverustund
ber angan að heillandi bjarma,
hún seiðir og leiðir á fornvinafund
þar fellur hin síkvika lífsönn í blund
við minninga vorljós og varma.